Óttast að matvæli geti klárast

Búist er við að matvæli klárist ef ekki tekst að …
Búist er við að matvæli klárist ef ekki tekst að semja. mbl.is/Sigurður Bogi

Ekkert bólar á að samningar náist á milli vinnuveitenda og verkafólks í Færeyjum. Verkföll hafa staðið frá 11. maí.

Florine, starfsmaður verslunarinnar Bónuss í Þórshöfn í Færeyjum, sagðist í samtali við Morgunblaðið óttast að búðin tæmdist ef ekki tækist að semja á næstu vikum.

Nú þegar eru allir grænmetiskælar verslunarinnar tómir og lítið eftir af frosnum vörum og brauðmeti.

Aðspurður hvernig viðskiptavinir hefðu tekið í þetta sagði hann: „Það eru eiginlega engir viðskiptavinir.“

Florine sagði íbúa Þórshafnar hafa búið sig undir verkföllin og hamstrað mat nokkrum dögum áður, ef ske kynni að verkföllin myndu standa yfir svona lengi.

Leigubílar fá ekki undanþágu

Matarskorturinn stafar m.a. af því að hafnarstarfsmenn eru í verkfalli og skip geta ekki lagst að bryggju með vörur.

Eins og Morgunblaðið greindi frá á mánudag er eldsneyti í Færeyjum uppselt sökum verkfallsins. Þá hafa mikil vandræði skapast á flugvellinum í Þórshöfn vegna þessa. 

Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Mogunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert