Skaut fjórum skotum út um glugga

Karlmaður á sjötugsaldri, starfsmaður í Hrauneyjafossvirkjun, skaut fjórum skotum úr veiðiriffli út um glugga íbúðar sinnar við virkjunina í fyrrinótt, líklega í svörðinn fyrir utan.

Um kvöldið hafði manninum, líkt og sjö öðrum starfsmönnum virkjunarinnar, verið sagt upp störfum hjá Landsvirkjun. Lögreglan á Hvolsvelli segir að maðurinn hafi verið ölvaður þegar hann hleypti af.

Skotin riðu af á fimmta tímanum en lögregla fékk ekki tilkynningu um málið fyrr en undir hádegi. Þá var henni tjáð að búið væri að afvopna manninn en þegar lögreglumenn voru komnir langleiðina að virkjuninni var þeim sagt að honum hefði verið afhentur riffillinn á ný. Væri hann í íbúð sinni með tvo riffla og haglabyssu.

Sérsveitin kölluð út, en snúið við

Sérsveit ríkislögreglustjóra var því kölluð út en var snúið við stuttu síðar eftir að lögreglumenn frá Hvolsvelli ræddu við manninn í síma og hann féllst strax á að koma út úr íbúðinni.

Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir að stjórnendur aflstöðvarinnar hafi ekki frétt af málinu fyrr en talsvert var liðið á morguninn. Þá hafi þeir farið á vettvang og um leið og þeim hafi orðið ljóst að maðurinn var með byssur í íbúð sinni hafi þeir látið lögreglu vita.

Þorsteinn harmar atvikið. Hann segir að þegar mönnunum voru tilkynntar uppsagnirnar hafi verið rætt við hvern og einn og utanaðkomandi sérfræðingar hafi verið til staðar til að veita þeim stuðning.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »