Sungið af hjartans list

mbl.is/Sverrir

Nú stendur söngkeppni Samfés, sambands félagsmiðstöðva, sem hæst í Íþróttamiðstöð Mosfellsbæjar við Varmá. Er söngkeppnin hápunktur Samféshátíðar, sem hófst þar í bæ. Í gærkvöldi voru þar miklir tónleikar þar sem margar af vinsælustu popphljómsveitum landsins komu fram. Í dag hófst söngkeppnin klukkan 15 og á að ljúka nú klukkan 18. Á myndinni sést keppandi Hraunsins á sviðinu í Mosfellsbæ í dag.

mbl.is