Fjögurra bíla árekstur í Hvalfjarðargöngum

mbl.is/Kristinn

Hvalfjarðargöngunum var lokað fyrir umferð um tíma síðdegis í dag vvegna umferðarslyss sem varð í göngunum skömmu eftir kl. 16 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík voru fjórir bílar skemmdir eftir áreksturinn. Níu manns voru fluttir á sjúkrahús en meiðsl voru minniháttar. Göngin voru lokuð á meðal bílarnir voru fluttir úr þeim og hreinsað var til eftir áreksturinn.

mbl.is