Vilja gera tónleika á Miklatúni að föstum lið í bæjarlífinu

Samfylkingin hefur ákveðið að flytja tillögu um að sumartónleikar á Miklatúni verði gerðir að föstum lið í borgarlífinu eftir vel heppnaða tónleika Sigur Rósar á túninu í gærkvöldi. Fram kemur í yfirlýsingu Dags B. Eggertssonar, í tillögunni verði m.a. lagt til að leiðir til samstarfs um kaup eða leigu á sviði, sem til þurfi til að gera sumartónleika á Miklatúni að föstum lið í borgarlífinu, verði kannaðir.

Þá segir að með tónleikunum hafi verið sýnt fram á það að túnið hafi „til að bera náttúrulegan halla niður að vel staðsettu sviði.” Þá segir að ekki þurfi mikið hugmyndaflug til að sjá fyrir sér sumaróperur, kammertónleika og árlega stórtónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir berum himni á túninu og að sáralítið þurfi til til að slíkt geti orðið að veruleika.

mbl.is

Bloggað um fréttina