Hugsanlegt að hross sem hljóp út á Vesturlandsveg hafi fælst vegna flugeldasýningar

Hugsanlegt er talið að hross, sem hljóp út á Vesturlandsveg í fyrrinótt með þeim afleiðingum að tveir bílar rákust saman og einn maður lést, hafi fælst vegna flugeldasýningarinnar á Menningarnótt.

Sigurður Teitsson hestamaður í Mosfellsbæ, sem var kallaður til aðstoðar eftir að ekið var á hrossið, segist hafa haft spurnir af því að hross hafi fælst og sloppið úr girðingum víða í Mosfellsbæ og Mosfellsdal vegna flugeldasýningarinnar á Menningarnótt. Almennt hafi mikil styggð verið í hrossahópum.

Sigurður segir hugsanlegt að menn hafi ekki gert ráð fyrir því að hross í girðingum myndu fælast enda hafi flugeldasýningin verið í Reykjavík. Hestamenn séu afar slegnir yfir þessu slysi og væntanlega verði að taka til skoðunar hvernig hægt sé að bregðast við til að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »