Ungir jafnaðarmenn segja hvalveiðar ekki einkamál Íslendinga

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem stjórnvöld eru hvött til að láta af hvalveiðum í atvinnuskyni þar sem slíkar veiðar muni að öllum líkindum skaða verulega ímynd Íslands á alþjóðavettvangi.

Í yfirlýsingunni segir að ungir jafnaðarmenn telji hvalveiðar ekki vera einkamál Íslendinga og að þeir vilji að ákvarðanir um þær séu teknar í samráði og sátt við aðrar þjóðir. Ekki sé heldur öruggt hvort ýmsir hvalastofnar séu úr útrýmingarhættu og skaðsemi þeirra í íslenskri lögsögu sé hverfandi. Ungir jafnaðarmenn telji því að með hvalveiðum sé meiri hagsmunum fórnað fyrir minni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert