Pétur Rögnvaldsson látinn

Pétur Rögnvaldsson.
Pétur Rögnvaldsson.

Pétur Rögnvaldsson, fyrrverandi frjálsíþróttamaður, lést í Orange County í Kaliforníu í Bandaríkjunum 16. janúar síðastliðinn, 72 ára að aldri. Hann fæddist á Íslandi 22. apríl 1934.

Auk þess að vinna til fjölmargra verðlauna í tugþraut hérlendis keppti Pétur fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960 í 110 m grindahlaupi og var jafnfram fánaberi íslenska ólympíuliðsins.

Pétur fluttist ungur til Bandaríkjanna ásamt þremur börnum sínum, þeim Lisa, Peter Jr. og Kristine.

Hann lék í kvikmyndinni A journey to the center of the earth, en hún var sýnd í kvikmyndahúsum snemma árs 1960. Í framhaldi af sýningu kvikmyndarinnar var honum boðinn langtímasamningur í kvikmyndaleik sem hann hafnaði.

Í Bandaríkjunum kvæntist Pétur eftirlifandi eiginkonu sinni, Marie George. Þau eignuðust tvo syni, Brian og Stephen, sem nú eru búsettir í Suður-Kaliforníu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »