Fernt handtekið fyrir innbrot í Grenivík

Frá Akureyri.
Frá Akureyri.

Þrír piltar og ein stúlka, öll innan við tvítugt, voru handtekin á Akureyri í gærkvöldi, fyrir innbrot í Grenivík, með þýfi í fórum sínum. Sama fólk er grunað um önnur innbrot. Þá var einn maður tekinn fyrir ölvunarakstur og fimm teknir fyrir hraðakstur.

mbl.is

Bloggað um fréttina