Ókeypis í bílastæði fyrir vistvæna bíla

Pósthússtræti verður göngugata á góðviðrisdögum.
Pósthússtræti verður göngugata á góðviðrisdögum. mbl.is/Þorkell
Forsvarsmenn borgarstjórnar Reykjavíkur kynntu í dag vistvæn skref, sem stigin verða í borginni á næstu misserum. Meðal annars fá ökumenn að leggja vistvænum bílum ókeypis í bílastæði borgarinnar og eru borgarbúar með þeim hætti hvattir til að aka um á slíkum bílum til að draga úr mengun. Þá verður Pósthússtræti meðfram Austurvelli gert að göngugötu í miðbæ Reykjavíkur á góðviðrisdögum.

Fram kom á blaðamannafundi, sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, og Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs, héldu í dag, að til stendur að bæta þjónustu Strætó bs. með því að allar biðstöðvar strætisvagna fá eigið nafn sem birtist meðal annars á ljósaskilti um borð í vögnum. Allar lykilbiðstöðvar munu birta rauntímaupplýsingar og greiðslumáti í strætó verður auðveldaður. Strætó fær oftar forgang í umferðinni á völdum stofnbrautum og reykvískir námsmenn fá ókeypis í strætó á haustmisseri 2007.

Göngu- og hjólreiðastígurinn frá Ægissíðu upp í Elliðaárdal verður breikkaður, upphitaður og vatnshönum þar fjölgað. Þá verður göngu- og hjólreiðastígum sinnt eins og götum borgarinnar allan ársins hring. Gönguleiðir skólabarna verða merktar og kynntar sérstaklega. Göngustígar sem tengja búsetusvæði eldri borgara og nálæg útivistarsvæði verða upphitaðir og bekkjum og handriðum verður komið fyrir. Merkingar göngu- og hjólreiðastíga munu taka mið af göngu og hjólreiðum sem samgöngumáta.

Auk þess að gera Pósthússtræti að göngugötu á góðvirðisdögum verður Miklatún endurskipulagt í samráði við íbúa og kaffihúsi komið á laggirnar í Hljómskálagarðinum. Hefja á átaki til að koma upp umhverfis- og söguskiltum í borginni og skilyrði til fuglalífs og fuglaskoðunar í Vatnsmýrinni og á Tjörninni verða bætt.

Spornað gegn notkun nagladekkja
Spornað verður við notkun nagladekkja í samráði við ríki og önnur sveitarfélög. Aðgengi borgarbúa að upplýsingum um umhverfisgæði verður aukið. Þá verður mótuð loftslagsáætlun fyrir Reykjavíkurborg til tíu ára til að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum. 500.000 tré verða gróðursett í landi Reykjavíkur til aukinnar skjólmyndunar, meiri skógræktar og bindingar koltvísýrings.

Þjónusta við sorphirðu verður bætt til að auka endurvinnslu. Boðið verður upp á bláar tunnur fyrir dagblöð frá heimilum og þjónusta á grenndarstöðvum verður aukin. Sorphirðugjöld munu taka aukið mið af raunkostnaði af þjónustu og mengun.

Þá verður nýtt aðalskipulag Reykjavíkur unnið frá grunni með sjálfbæra þróun að leiðarljósi og verða þétting byggðar, blanda íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, virðing fyrir hjólandi og gangandi umferð, endurvinnsla og græn svæði lykilhugtök í nýjum hverfum Reykjavíkurborgar.

Skólalóðir endurbættar
Lóðir grunn- og leikskóla verða endurbættar. Skólar munu markvisst bjóða upp á lífrænt ræktuð matvæli og birta næringargildi fæðunnar á heimasíðu. Öll hverfi fá eigið náttúrusvæði til útikennslu og umhverfisfræðslu. Allir leikskólar í Reykjavík munu nota vistvæn efni við þrif.

Nýjar innkaupareglur borgarinnar munu innleiða vistvæn innkaup sem meginreglu. Meirihluti bílaflota Reykjavíkurborgar verður visthæfur. Reykjavíkurborg skuldbindur sig til að draga úr útblæstri koltvísýrings í rekstri sínum. Í útboðum á hönnun nýrra mannvirkja borgarinnar verða sett inn umhverfisskilyrði, til að mynda við val á byggingarefni og orkunotkun. Ný mannvirki í borginni taka mið af hjólreiðum sem samgöngutæki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hálka víða um land

00:01 Hálka er á öllu landinu, að Austurlandi undandskildu, fyrir utan nokkra fjallvegi. Einnig er greiðfært með suð-austurströndinni suður í Öræfi en nokkur hálka eða hálkublettir þar fyrir vestan. Meira »

Vel heppnaður hátíðarkvöldverður

Í gær, 23:28 Um 140 prúðbúnir gestir mættu í sérstakan hátíðarkvöldverð í sænsku konungshöllinni í kvöld til heiðurs íslensku forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid. Opinber heimsókn forsetans til Svíþjóðar hófst í hádeginu í dag og stendur fram á föstudag. Meira »

Sveifluðu öxum í Austurbænum

Í gær, 22:50 Lögreglu barst tilkynning um klukkan fimm síðdegis um tvo einstaklinga á Háaleitisbraut sem voru að sveifla sitt hvorri öxinni. Í dagbók lögreglu kemur fram að lögreglan hafi skorist í leikinn og afvopnað einstaklingana. Að því loknu voru þeir færðir á lögreglustöð þar sem þeir voru yfirheyrðir. Meira »

Höfðu nánast öll verið á Vogi

Í gær, 21:10 Af þeim sex einstaklingum á aldrinum 20-24 ára sem létust árið 2016 höfðu fimm verið á Vogi, segir Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi. Magnús Ólason, læknir á Reykjalundi, biður lækna að ávísa ekki ópíóíðum til fólks sem glímir við þráláta bakverki. Meira »

Svínaði fyrir lögreglu á rauðu ljósi

Í gær, 21:09 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti myndband á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld þar sem ökumaður bifreiðar keyrir yfir á rauðu ljósi á Sæbraut. Minnstu munaði að bifreiðin hefði hafnað á lögreglubílnum, sem var að beygja inn á Sæbrautina. Meira »

Borgarfjörður sagður í Síberíu

Í gær, 20:55 Axel Þór Ásþórsson rak upp stór augu þegar hann ætlaði að skoða myndir frá bænum Oymyakon í Síberíu á Google Earth. Ein myndanna er úr Borgarfirðinum en þar má sjá Hvítá, Tungukoll og Hafnarfjall í fjarska. Meira »

Íslendingur með þriðja vinning

Í gær, 19:48 Einn heppinn lottóspilari var með hinn alíslenska þriðja vinning í víkingalottóútdrætti kvöldsins og fær hann 1.476.000 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á lotto.is. Hvorki fyrsti né annar vinningur gekk út og því verður fyrsti vinningur því þrefaldur og annar vinningur tvöfaldur í næstu viku. Meira »

Lengi lifir í gömlum glæðum

Í gær, 20:15 Sveinbjörn Dýrmundsson hefur sannreynt að lengi lifir í gömlum glæðum í tónlistarbransanum í Bretlandi og vill kalla saman eldri tónlistarmenn hérlendis með sama hætti og gert er í Stockport og víðar. Meira »

Lyfin ráða för í lækningum

Í gær, 19:30 Læknar nálgast ekki sjúklinga í dag út frá þeirra þörfum heldur miklu frekar lyfjum, segir Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, fagstjóri lækninga á heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann og fleiri læknar sem fluttu erindi á Læknadögum um notkun ópíóíða lyfja eru sammála um að slíkum lyfjum sé of oft ávísað. Meira »

Ræddu norræna samvinnu og öryggismál

Í gær, 19:15 Tvíhliða samskipti Íslands og Svíþjóðar, norræn samvinna, Brexit og öryggismál voru meðal umræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Meira »

„Eldurinn“ var maður að grilla

Í gær, 18:45 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum vegna þess að íbúi við Hamraborg í Kópavogi hélt að það væri kviknað í hjá nágranna hans. Við komuna á staðinn komst slökkviliðið að því að „eldurinn“ var maður að grilla. Meira »

Hulunni svipt af hinsegin huldukonum

Í gær, 18:40 Sagnfræðingarnir Íris Ellenberger og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir ásamt Ástu Kristínu Benediktsdóttur, íslensku- og bókmenntafræðingi, standa fyrir heimildasöfnunar- og miðlunarverkefninu Hinsegin huldukonur. Meira »

Sveigja á milli hraðahindrana

Í gær, 18:25 Hraðahindranir í borginni hafa lengi verið umdeildar. Ein tegundin er lítið notuð í öðrum sveitarfélögum er hönnuð og framleidd hér á landi og er ætlað að vernda fjöðrun strætisvagna fyrir álagi. Hönnunin veldur því að bílstjórar sveigja á milli hindrana sem eykur ekki öryggi að sögn sérfræðings. Meira »

WOW ekki bótaskylt vegna fugls

Í gær, 17:13 Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu farþega sem átti bókað flug með WOW air frá Barcelona til Keflavíkur í ágúst á síðasta ári. Fluginu var aflýst vegna vélarbilunar þar sem fugl fór inn í hreyfil flugvélarinnar í flugtaki. Meira »

Borgin og Rauði krossinn styrkja Vin

Í gær, 16:28 Reykjavíkurborg og Rauði krossinn hafa gert samning um að borgin greiði 47 milljónir til starfsemi Vinjar og tryggi þannig athvarf, fræðslu- og batasetur fyrir fólk með geðfötlun. Kostnaður við þjónustu er 42 milljónir króna og fimm milljónir eru vegna húsnæðiskostnaðar. Meira »

Þurfa að meta áhættu og viðbúnað

Í gær, 17:45 Landspítalinn hefur ekki ákveðið hvort keypt verða ný tæki eða tekið ákvörðun varðandi annan viðbúnað ef starfsfólk spítalans þarf aftur að sjóða neysluvatn vegna aukinna jarðvegsgerla. Meira »

„Ég er algjörlega kominn á botninn“

Í gær, 17:04 Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, er gefið að sök að hafa lagt á ráðin um markaðsmisnotkun bankans, en fyrir dómi í dag sagði hann það ekki vera rétt. Meira »

Verklagsreglum ekki verið fylgt

Í gær, 15:44 „Málið er litið alvarlegum augum,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag um muni sem haldlagðir voru í rannsókn lögreglunnar á skemmtistaðnum Strawberries árið 2013 en hafa ekki fundist í fórum hennar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Hleðslutæki fyrir Li-ion og fleira
Hleður og afhleður Lion, LiPo, LiFe (A123), Pb, (Lead Acid) NiCd, NiMH rafhlöður...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
Gisting Akureyri Geldingsá
3ja herbergja neðri hæð , 7 km. frá Akureyri.. Umbúin 5 rúm m/handkl. Verð o...
 
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...