Ókeypis í bílastæði fyrir vistvæna bíla

Pósthússtræti verður göngugata á góðviðrisdögum.
Pósthússtræti verður göngugata á góðviðrisdögum. mbl.is/Þorkell
Forsvarsmenn borgarstjórnar Reykjavíkur kynntu í dag vistvæn skref, sem stigin verða í borginni á næstu misserum. Meðal annars fá ökumenn að leggja vistvænum bílum ókeypis í bílastæði borgarinnar og eru borgarbúar með þeim hætti hvattir til að aka um á slíkum bílum til að draga úr mengun. Þá verður Pósthússtræti meðfram Austurvelli gert að göngugötu í miðbæ Reykjavíkur á góðviðrisdögum.

Fram kom á blaðamannafundi, sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, og Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs, héldu í dag, að til stendur að bæta þjónustu Strætó bs. með því að allar biðstöðvar strætisvagna fá eigið nafn sem birtist meðal annars á ljósaskilti um borð í vögnum. Allar lykilbiðstöðvar munu birta rauntímaupplýsingar og greiðslumáti í strætó verður auðveldaður. Strætó fær oftar forgang í umferðinni á völdum stofnbrautum og reykvískir námsmenn fá ókeypis í strætó á haustmisseri 2007.

Göngu- og hjólreiðastígurinn frá Ægissíðu upp í Elliðaárdal verður breikkaður, upphitaður og vatnshönum þar fjölgað. Þá verður göngu- og hjólreiðastígum sinnt eins og götum borgarinnar allan ársins hring. Gönguleiðir skólabarna verða merktar og kynntar sérstaklega. Göngustígar sem tengja búsetusvæði eldri borgara og nálæg útivistarsvæði verða upphitaðir og bekkjum og handriðum verður komið fyrir. Merkingar göngu- og hjólreiðastíga munu taka mið af göngu og hjólreiðum sem samgöngumáta.

Auk þess að gera Pósthússtræti að göngugötu á góðvirðisdögum verður Miklatún endurskipulagt í samráði við íbúa og kaffihúsi komið á laggirnar í Hljómskálagarðinum. Hefja á átaki til að koma upp umhverfis- og söguskiltum í borginni og skilyrði til fuglalífs og fuglaskoðunar í Vatnsmýrinni og á Tjörninni verða bætt.

Spornað gegn notkun nagladekkja
Spornað verður við notkun nagladekkja í samráði við ríki og önnur sveitarfélög. Aðgengi borgarbúa að upplýsingum um umhverfisgæði verður aukið. Þá verður mótuð loftslagsáætlun fyrir Reykjavíkurborg til tíu ára til að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum. 500.000 tré verða gróðursett í landi Reykjavíkur til aukinnar skjólmyndunar, meiri skógræktar og bindingar koltvísýrings.

Þjónusta við sorphirðu verður bætt til að auka endurvinnslu. Boðið verður upp á bláar tunnur fyrir dagblöð frá heimilum og þjónusta á grenndarstöðvum verður aukin. Sorphirðugjöld munu taka aukið mið af raunkostnaði af þjónustu og mengun.

Þá verður nýtt aðalskipulag Reykjavíkur unnið frá grunni með sjálfbæra þróun að leiðarljósi og verða þétting byggðar, blanda íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, virðing fyrir hjólandi og gangandi umferð, endurvinnsla og græn svæði lykilhugtök í nýjum hverfum Reykjavíkurborgar.

Skólalóðir endurbættar
Lóðir grunn- og leikskóla verða endurbættar. Skólar munu markvisst bjóða upp á lífrænt ræktuð matvæli og birta næringargildi fæðunnar á heimasíðu. Öll hverfi fá eigið náttúrusvæði til útikennslu og umhverfisfræðslu. Allir leikskólar í Reykjavík munu nota vistvæn efni við þrif.

Nýjar innkaupareglur borgarinnar munu innleiða vistvæn innkaup sem meginreglu. Meirihluti bílaflota Reykjavíkurborgar verður visthæfur. Reykjavíkurborg skuldbindur sig til að draga úr útblæstri koltvísýrings í rekstri sínum. Í útboðum á hönnun nýrra mannvirkja borgarinnar verða sett inn umhverfisskilyrði, til að mynda við val á byggingarefni og orkunotkun. Ný mannvirki í borginni taka mið af hjólreiðum sem samgöngutæki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Líkfundur í Ölfusá

13:12 Lík karlmanns sem leitað hefur verið í Ölfusá frá 20. maí fannst fyrir landi Arnarbælis í Ölfusi í morgun.   Meira »

Sótti mann sem féll af hestbaki

11:56 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á Snæfellsnes fyrr í dag vegna karlmanns sem slasaðist við fall af hestbaki. Vegna alvarleika áverka mannsins var talið öruggara að kalla út þyrluna en að flytja hann með sjúkrabíl á Landspítalann í Fossvogi. Meira »

Rigning, skúrir og væta

11:40 Rigning eða skúrir. Dálitlar skúrir. Rigning. Rigning. Væta. Þetta eru nokkur af þeim orðum sem Veðurstofan notar í textaspám sínum til að lýsa veðrinu á landinu næstu daga. Þá er líka von á hvassviðri. Meira »

Styðja þarf betur við íslenska námsmenn

11:23 Háskólarektor benti á ræðu sinni í dag að íslenskir háskólanemar vinni meira en samnemendur þeirra í Evrópu. „Þeir virðast líka leggja harðar að sér í náminu. Þá eru þeir almennt eldri, eiga fleiri börn og eru líklegri til að vera í sambúð.“ Meira »

Leita verðmæta í skipsflaki

09:46 Varðskipið Þór og TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, fylgdust í gær með vinnu rannsóknarskipsins Seabed Worker sem kom inn í efnahagslögsöguna í gærmorgun. Skipið mun næstu daga leita að verðmætum í flaki þýska skipsins SS Minden Meira »

Ásmundur Friðriks á sjó í viku

09:37 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hélt á sjó í hádeginu í gær en hann mun starfa í viku sem kokkur.  Meira »

Linda sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit

09:23 Linda Björk Pálsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit. Linda sinnti áður starfi skrifstofustjóra sveitarfélagsins. Meira »

Um 2.000 kandídatar útskrifast frá HÍ

09:14 Háskóli Íslands brautskráir nærri 2.000 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi í dag í Laugardalshöll og líkt og undanfarin ár verða brautskráningarathafnirnar tvær. Meira »

Sveinspróf ekki talið sambærilegt stúdentsprófi

08:57 Sveinn Rúnar Gunnarsson, sem hefur starfað sem héraðslögreglumaður í fjögur ár og verið fastráðinn lögreglumaður síðan í vor hjá lögreglunni á Sauðárkróki, fékk nýverið synjun þegar hann sótti um að komast í lögreglunámið hjá Háskólanum á Akureyri (HA). Meira »

Víðförull hnúfubakur sýnir sig

08:18 Hnúfubakur sem merktur var með gervitunglasendi við Hrísey í Eyjafirði þann 10. nóvember 2014 og var 110 dögum síðar staddur í Karíbahafi, er nú aftur kominn á sumarstöðvarnar hér við land, var í fyrradag í miklu æti suður af Hauganesi ásamt nokkrum öðrum. Meira »

Stakk lögreglu af

07:52 Er lögreglumenn hugðust ná tali af ökumanni bíls á Nýbýlavegi klukkan hálf fimm í nótt virti hann ekki stöðvunarmerki. För bílsins var svo stöðvuð í Furugrund og er ung kona sem ók honum grunuð um sitt lítið af hverju. Meira »

Á 120 km/klst á Sæbrautinni

07:46 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði um klukkan 2 í nótt för ökumanns á Sæbraut eftir að bíll hans hafði mælst á 120 kílómetra hraða á klukkustund þar sem 60 km hámarkshraði er í gildi. Meira »

Bústaður biskups fluttur

07:40 Bústaðnum, þar sem vígslubiskup í Skálholti hefur ávallt haft búsetu, verður breytt í þjónustuhús fyrir ferðamenn og gesti Skálholtskirkju. Biskup fær í staðinn aðsetur í svokölluðu rektorshúsi. Meira »

Bláa lónið hagnast vel

05:30 Hagnaður Bláa lónsins jókst um 32% á síðasta ári og nam 31 milljón evra, jafnvirði 3,9 milljarða króna.  Meira »

Guðni álitinn höfðingi í Nígeríu

05:30 „Nígería er stórkostlegt land með alveg ótrúlega mörg tækifæri,“ segir Guðni Albert Einarsson, forstjóri Klofnings, sem undanfarin ár hefur átt í miklum viðskiptum í Nígeríu. Meira »

Fallturn rís mánuði á eftir áætlun

05:30 Nýr fallturn sem átti að rísa í húsdýragarðinum þann 20. júní, hefur ekki enn verið settur upp.  Meira »

Ekkert verðmat í kjölfar tilboðs

05:30 Ekkert greiningarfyrirtæki í landinu hefur útbúið verðmat eða greiningu á HB Granda síðan Guðmundur Kristjánsson, oftast kenndur við Brim, keypti 34,1% hlut í félaginu á 21,7 milljarða króna í apríl síðastliðnum. Meira »

Stöður ekki mannaðar með fólki að utan

05:30 Skortur á hjúkrunarfræðingum yfir sumartímann verður ekki leystur með því að ráða útlenska hjúkrunarfræðinga. Þetta segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Áforma 64 íbúðir í Brautarholti

05:30 Fjárfestar hyggjast byggja 64 íbúðir í endurgerðum húsum í Brautarholti í Reykjavík. Annars vegar er um að ræða 22 íbúðir í Brautarholti 18 og hins vegar 42 íbúðir í Brautarholti 20. Íbúðirnar verða smáíbúðir. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...
Tímaritið Birtingur til sölu
Til sölu Tímaritið Birtingur sem kom út á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar...