Ókeypis í bílastæði fyrir vistvæna bíla

Pósthússtræti verður göngugata á góðviðrisdögum.
Pósthússtræti verður göngugata á góðviðrisdögum. mbl.is/Þorkell
Forsvarsmenn borgarstjórnar Reykjavíkur kynntu í dag vistvæn skref, sem stigin verða í borginni á næstu misserum. Meðal annars fá ökumenn að leggja vistvænum bílum ókeypis í bílastæði borgarinnar og eru borgarbúar með þeim hætti hvattir til að aka um á slíkum bílum til að draga úr mengun. Þá verður Pósthússtræti meðfram Austurvelli gert að göngugötu í miðbæ Reykjavíkur á góðviðrisdögum.

Fram kom á blaðamannafundi, sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, og Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs, héldu í dag, að til stendur að bæta þjónustu Strætó bs. með því að allar biðstöðvar strætisvagna fá eigið nafn sem birtist meðal annars á ljósaskilti um borð í vögnum. Allar lykilbiðstöðvar munu birta rauntímaupplýsingar og greiðslumáti í strætó verður auðveldaður. Strætó fær oftar forgang í umferðinni á völdum stofnbrautum og reykvískir námsmenn fá ókeypis í strætó á haustmisseri 2007.

Göngu- og hjólreiðastígurinn frá Ægissíðu upp í Elliðaárdal verður breikkaður, upphitaður og vatnshönum þar fjölgað. Þá verður göngu- og hjólreiðastígum sinnt eins og götum borgarinnar allan ársins hring. Gönguleiðir skólabarna verða merktar og kynntar sérstaklega. Göngustígar sem tengja búsetusvæði eldri borgara og nálæg útivistarsvæði verða upphitaðir og bekkjum og handriðum verður komið fyrir. Merkingar göngu- og hjólreiðastíga munu taka mið af göngu og hjólreiðum sem samgöngumáta.

Auk þess að gera Pósthússtræti að göngugötu á góðvirðisdögum verður Miklatún endurskipulagt í samráði við íbúa og kaffihúsi komið á laggirnar í Hljómskálagarðinum. Hefja á átaki til að koma upp umhverfis- og söguskiltum í borginni og skilyrði til fuglalífs og fuglaskoðunar í Vatnsmýrinni og á Tjörninni verða bætt.

Spornað gegn notkun nagladekkja
Spornað verður við notkun nagladekkja í samráði við ríki og önnur sveitarfélög. Aðgengi borgarbúa að upplýsingum um umhverfisgæði verður aukið. Þá verður mótuð loftslagsáætlun fyrir Reykjavíkurborg til tíu ára til að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum. 500.000 tré verða gróðursett í landi Reykjavíkur til aukinnar skjólmyndunar, meiri skógræktar og bindingar koltvísýrings.

Þjónusta við sorphirðu verður bætt til að auka endurvinnslu. Boðið verður upp á bláar tunnur fyrir dagblöð frá heimilum og þjónusta á grenndarstöðvum verður aukin. Sorphirðugjöld munu taka aukið mið af raunkostnaði af þjónustu og mengun.

Þá verður nýtt aðalskipulag Reykjavíkur unnið frá grunni með sjálfbæra þróun að leiðarljósi og verða þétting byggðar, blanda íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, virðing fyrir hjólandi og gangandi umferð, endurvinnsla og græn svæði lykilhugtök í nýjum hverfum Reykjavíkurborgar.

Skólalóðir endurbættar
Lóðir grunn- og leikskóla verða endurbættar. Skólar munu markvisst bjóða upp á lífrænt ræktuð matvæli og birta næringargildi fæðunnar á heimasíðu. Öll hverfi fá eigið náttúrusvæði til útikennslu og umhverfisfræðslu. Allir leikskólar í Reykjavík munu nota vistvæn efni við þrif.

Nýjar innkaupareglur borgarinnar munu innleiða vistvæn innkaup sem meginreglu. Meirihluti bílaflota Reykjavíkurborgar verður visthæfur. Reykjavíkurborg skuldbindur sig til að draga úr útblæstri koltvísýrings í rekstri sínum. Í útboðum á hönnun nýrra mannvirkja borgarinnar verða sett inn umhverfisskilyrði, til að mynda við val á byggingarefni og orkunotkun. Ný mannvirki í borginni taka mið af hjólreiðum sem samgöngutæki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ofbeldið hefur lítil áhrif á dóma

18:44 Ef annar aðilinn í sambandinu er beittur ofbeldi reynir hinn oft að draga lappirnar út í hið óendanlega í skilnaðarferli. Þetta sagði Sigríður Vilhjálmsdóttir lögmaður á ráðstefnunni „Gerum betur“. Yfirskrift erindis hennar var „Eru skilnaðar- og forsjármál nýr vettvangur fyrir ofbeldi maka?“ Meira »

Ástríða og mikil vinnusemi

18:37 Konurnar í verkum Picasso, listmálarans fræga, eru komnar til Reykjavíkur. Þær birtast nú nánast ljóslifandi í myndum Sigurðar Sævars Magnússonar myndlistarmanns sem í kvöld kl. 20 opnar sína 20. einkasýningu í listhúsinu Smiðjunni við Ármúla í Reykjavík. Meira »

Hreimur Örn gestasöngvari í Salnum

18:35 Annað kvöld klukkan 19:30 verða öll bestu lög Burt Bacharach flutt á tónleikum í Salnum, Kópavogi. Söngkonan Kristín Stefánsdóttir syngur en með henni verður stórskotalið tónlistarmanna. Meira »

Heræfing sama dag „óheppileg tilviljun“

18:27 Samtök hernaðarandstæðinga ætla í sögu- og menningarferð um Þjórsárdal á laugardaginn þar sem þeir hyggjast verja deginum í að skoða náttúru og söguminjar. „Mjög óheppileg tilviljun,“ segir Guttormur Þorsteinsson, formaður samtakanna, um heræfingu Atlantshafsbandalagsins sem fer fram í Þjórsárdal sama dag. Meira »

Fyrirhugaður samruni ógiltur

18:01 Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. Ef samruninn yrði að veruleika myndi sú samkeppni sem Apótek MOS veitir umræddu útibúi Lyfja og heilsu hverfa, að því er fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Meira »

Brotið gegn innkaupareglum

17:42 Brotið var gegn innkaupareglum Reykjavíkurborgar við endurgerð braggans við Nauthólsveg 100. Þetta er mat borgarlögmanns, sem segir skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hins vegar ekki hafa brotið lög með gjörningum sínum. Meira »

5 mánuðir fyrir árás á fyrrverandi

17:39 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni með því að hafa kýlt hana í andlitið með þeim afleiðingum hljóðhimnan rofnaði og vinstri vígtönn losnaði frá tannholdinu. Meira »

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

17:33 Þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut við Stekkjarbakka rétt fyrir klukkan fimm í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru tveir fluttir á slysadeild en ekki er vitað um meiðsli þeirra að svo stöddu. Meira »

Syngur rokklög í blóðugu prestagervi 

16:46 Stefán Jakobsson eða Stebba Jak þarf varla að kynna fyrir þjóðinni en hann er einn aðalflytjenda á Halloween Horror Show í Háskólabíói 26. og 27.október og 3.nóvember í Hofi. Meira »

Tveir gefa kost á sér til formanns BSRB

16:05 Tveir hafa lýst yfir framboði til embættis formanns BSRB, en kosið verður til embættisins á þingi BSRB morgun. Elín Björg Jónsdóttir, fráfarandi formaður BSRB, tilkynnti í byrjun sumars að hún muni ekki gefa kost á sér áfram. Meira »

Beðið svara ráðuneyta um ný leyfi

16:04 Laxeldisfyrirtækin hafa sótt um bráðabirgðaleyfi til viðkomandi ráðuneyta til að stunda áfram laxeldi í Patreksfirði og Tálknafirði, þrátt fyrir ógildingu úrskurðarnefndar á leyfunum. Meira »

Tók veski af manni í hjólastól

16:00 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi sl. föstudag karlmann í hálfsárs fangelsi fyrir ítrekuð brot sem m.a. voru framin er hann var enn á skilorði. Var manninum þá dæmt til refsiþyngingar að hafa stolið veski af manni í hjólastól. Meira »

Reyndi að bera út systur sína

15:26 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann og konu í 30 daga fangelsi fyrir húsbrot, fyrir að hafa í júlí 2016 ruðst inn í húsnæði systur konunnar í heimildaleysi með því að kalla eftir aðstoð Neyðarþjónustunnar sem boraði upp lás á dyrum fasteignarinnar. Meira »

Hæstiréttur staðfestir lögbann

15:22 Hæstiréttur staðfesti í dag lögbönn sem STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, fóru fram á að lögð yrðu við því að tvö netveitufyrirtæki veittu viðskiptamönnum sínum aðgang að vefsíðum, svokölluðum torrent-síðum, þar sem hægt er að nálgast höfundarréttarvarið efni án endurgjalds. Meira »

Dæmdur fyrir að falsa hæfnipróf

15:07 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals, en manninum var gefið að sök að hafa falsað afrit af hæfniprófi við umsókn sína um endurútgáfu flugliðaskírteinis hjá Samgöngustofu. Meira »

Framsalsmálið tekið upp á ný

15:07 Landsréttur staðfesti í gær farbannsúrskurð yfir meintum höfuðpaur í svo nefndu Euromarket-máli eftir að dómsmálaráðuneytið upplýsti ríkissaksóknara um að það ætli að taka upp að nýju framsalsmál mannsins. Meira »

Ætlar að skála eftir 19 milljóna vinning

14:44 Báðir vinningshafar sem skiptu með sér fjórföldum lottópotti um helgina hafa gefið sig fram við Íslenska getspá. Fékk hvor vinningshafi um 19,3 milljónir í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í Olís við Ánanaust í Reykjavík en hinn er í áskrift. Meira »

Blekkti starfsmann Arion banka

14:44 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 12 mánaða fangelsi og svipt hann ökuréttindum ævilangt fyrir að hafa framið fjögur mismunandi brot á árunum 2016 til 2018. Meira »

57 stöðvaðir með fölsk skilríki

14:42 57 manns voru stöðvaðir í Leifsstöð fyrstu níu mánuði þessa árs fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum. Afskiptum lögreglu í flugstöðinni af einstaklingum án skilríkja fer þá fjölgandi og eru þeir orðnir 70 á tímabilinu. Meira »
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Til leigu í Vesturbænum
Lítil falleg íbúð, hentar einstaklingi eða pari.Leigist aðeins reglusömum engin ...