Framsóknarflokkurinn kynnir sáttatillagu í virknanamálum

Á opnum fundi sem Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, héldu í dag voru kynntar hugmyndir Framsóknaflokksins um sátt og nýtingu auðlinda landsins. Jón og Jónína kynntu kort þar sem merktir eru þeir staðir þar sem framsóknarmenn telja röskun óheimila, en þeirra á meðal eru Hveravellir, Kerlingarfjöll, Jökulsá á Fjöllum og Kverkfjöll.

Á kortinu eru einnig sýndir þeir kostir, sem flokkurinn telur að Alþingi eigi að taka ákvörðun um, en meðal þeirra eru Brennisteinsfjöll, Hágöngur og árnar í Skagafirði. Loks eru sýndir þeir kostir þar sem flokkurinn telur að megi mögulega virkja, svo sem Þeistareykir, neðri hluti Þjórsár og Svartsengi.

mbl.is

Bloggað um fréttina