Stunginn í bakið með skærum

mbl.is/Júlíus

Karlmaður var fluttur á slysadeild með stungusár í nótt, skömmu eftir miðnætti, með stungusár á baki eftir að kona stakk hann með skærum í íbúð í Vesturborginni. Maðurinn flýði til nágranna og hringdi sjálfur eftir aðstoð, hann var fluttur á slysadeild en er ekki talinn hættulega slasaður. Konan sem grunuð er um verknaðinn gistir fangageymslu og verður yfirheyrð síðar í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina