Eldur við Grettisgötu

Frá eldsvoðanum á Grettisgötu í nótt
Frá eldsvoðanum á Grettisgötu í nótt mbl.is/Júlíus

Tilkynnt var um eld í bárujárnshúsi við Grettisgötu um stundarfjórðungi eftir klukkan tvö í nótt. Enginn var í húsinu og var enginn talinn í hættu í nágrenni en talsverður eldur var í húsinu og er það mikið skemmt, en þó ekki talið ónýtt. Ekkert er vitað um upptök eldsins að svo stöddu en rannsóknardeild lögreglunnar og tæknideild vinna að rannsókn málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina