Gert að flytja húsið frá Laufási

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps telur að tilboð sem kirkjuráð og stjórn prestsetra hefur gert bóndanum í Laufási í Eyjafirði  feli í sér "óaðgengilega afarkosti". Bóndanum er gert að flytja húsið sitt af jörðinni, en leigusamningurinn kveður á um að húsið skuli víkja þegar nýr prestur tekur við prestsetrinu.

Stjórn prestsetra hefur boðist til að gera fjögurra ára leigusamning við bóndann á Laufási í Eyjafirði gegn því að hann flytji húsið sitt af jörðinni. Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi í Laufási, segir þetta tilboð fráleitt og að hann neyðist til að hætta búskap ef þetta tilboð standi. Hann segist þó enn vonast eftir að sér verði gert kleift að búa á jörðinni.


Þórarinn er sonur séra Péturs Þórarinssonar sem var prestur í Laufási, en hann lést fyrir tæplega einu ári. Þórarinn fékk á sínum tíma leyfi frá Prestsetrasjóði til að byggja sér hús á jörðinni gegn því að húsið yrði flutt þegar Pétur hætti prestskap og nýr prestur tæki við prestsetrinu.
Kirkjuráð samþykkti í lok síðasta árs að beina því til stjórnar prestssetra að Þórarni yrði boðið að leigja jörðina til búrekstrar í fjögur ár án hlunninda. Honum yrði gert að fjarlægja íbúðarhúsið af jörðinni í samræmi við samning sem gerður var þegar húsið var reist.


Um svipað leyti og þessi samþykkt var gerð fór af stað undirskriftasöfnun í prestakallinu til stuðnings Þórarni. Frumkvæði að söfnuninni hafði Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri á Grenivík. Um 500 manns skrifuðu undir sem Guðný segir að séu um 97% þeirra sem náðst hafi í. Jafnframt gerði sveitarstjórnin samþykkt í lok janúar þar sem skorað var á stjórn prestsetra að verða við óskum Þórarins um að hann fengi lengri leigutíma og að íbúðarhús hans fengi að standa út leigutímann.

Lárus Ægir Guðmundsson, formaður stjórnar prestsetra, segir að stjórnin hafi 25. janúar sl. samþykkt að verða við tilmælum kirkjuráðs, en það þýðir að Þórarinn þarf að flytja húsið af jörðinni. Lárus sagði að menn hefðu á sínum tíma verið hikandi við að leyfa Þórarni að byggja hús á prestsetrinu enda væru engin fordæmi fyrir slíku. Það hefði hins vegar á endanum verið gert með því skýra skilyrði að húsið yrði flutt af jörðinni áður en nýr prestur tæki við prestsetrinu. Hann segir að þessi samningur hefði verið gerður í trausti þess að að staðið yrði við hann.


Þórarinn sagði í samtali við Morgunblaðið að tilboð stjórnar prestsetra væri fráleitt og hann hefði þegar hafnað því. Ef ekki fengist önnur lausn í málinu væri ekki annað að gera fyrir sig en að setja bústofninn í sláturhús í haust og hætta búskap. Hann sagðist hins vegar ekki vera tilbúinn til að leggja árar í bát. Hann sagðist verða var við mikinn stuðning heima í héraði og þess vegna ætlaði hann að reyna að fá þessari ákvörðun breytt.

Ásta F. Flosadóttir íbúi á Höfða I í Grýtubakkahreppi hefur ritað biskupi Íslands opið bréf þar sem hún gagnrýnir harðlega afstöðu kirkjunnar í þessu máli.

"Að sama skapi er það dapurlegt að verða vitni að tilraunum þröngs hóps innan prestastéttarinnar að bola fjölskyldu séra Péturs burt úr Laufási. Þú mátt líta á þetta bréfkorn sem ákall til biskups um að koma í veg fyrir slíkar tilraunir.

Svona lítil samfélög eins og okkar þola það illa þegar sterkum stofnum er svipt í burtu. Samfélagi sauðfjárbænda blæðir þegar yngsti bóndinn með stærsta fjárbúið er skorinn við stokk. Þetta vitum við sem búum á svæðinu, við vitum hversu mikilvægur hver einstaklingur er fyrir heildina," segir í bréfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hluti af minjasafni Vals í hættu

09:40 „Við Valsmenn höfum mestar áhyggjur af því að þarna séu munir sem hafi skemmst, því miður,“ segir Lárus Blöndal Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals. Meira »

Telja eftirliti með skutulbyssum ábótavant

09:30 Samtökin Jarðarvinir telja að eftirliti með skutulbyssum Hvals hf. sem notaðar eru við hvalveiðar virðist vera verulega ábótavant og hafa sent lögreglunni á Vesturlandi erindi þess efnis. Meira »

Vatnstjón í Valsheimilinu

09:16 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Hlíðarenda rétt fyrir sjö í morgun vegna mikils vatnsleka. Unnið er að því að þurrka upp og bera út muni en einhver söguleg verðmæti voru geymd í kjallara Valsheimilisins. Meira »

Dregur framboð til baka

09:01 Jakob S. Jónsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til formanns Neytendasamtakanna til baka af persónulegum ástæðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann hefur sent frá sér. Meira »

Snjallsímar breyttu stöðunni

08:38 Með langa reynslu af olíumarkaðnum í farteskinu hefur Margrét Guðmundsdóttir farið fyrir stjórn N1 síðustu árin. Nýlega samþykkti Samkeppniseftirlitið kaup þess á Festi og með því er orðinn til smásölurisi sem teygir sig yfir mörg svið, allt frá eldsneytisverslun til raftækja og matvöru. Meira »

Sea Shepherd stofna Íslandsdeild

08:33 Sérstök Íslandsdeild hefur verið stofnuð innan umhverfisverndarsamtakanna Sea Shepherd. Stofnfundurinn var haldinn á skemmtistaðnum Gauknum og var Alex Cornelissen, forstjóri samtakanna á heimsvísu, viðstaddur fundinn. Meira »

Lætur krabbameinið ekki stöðva sig

08:30 Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý, er 44 ára. Hún segir lífið núna enda talar hún af reynslu. Hún greindist með leghálskrabbamein 2010 og aftur 2015 og þá voru henni gefin eitt til þrjú ár. Á næstu dögum nær hún í grunnbúðir Everest. Meira »

Sprengja úr Dýrafjarðarstafni

08:18 Útlit er fyrir það að öll vötn falli til Dýrafjarðar í apríl ef gangagröfturinn gengur jafn vel og til þessa. Eru um það bil 25 vikur þangað til gangamenn slá í gegn, þangað sem vinnu lauk Arnarfjarðarmegin. Meira »

Hrun í bílasölu eftir að krónan gaf eftir

07:57 Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, áætlar að sala nýrra fólksbíla hafi dregist saman um 30% síðustu 3-4 vikur. Samdrátturinn hafi hafist eftir að gengi krónu fór að gefa eftir í sumarlok. Sala til bílaleiga er meðtalin en hlutur hennar í heildarsölunni hefur farið minnkandi. Meira »

Fyrir þá sem vilja vakna brosandi

07:37 K100 er fyrsta útvarpsstöðin sem hefur dagskrá klukkan sex að morgni og munu Jón Axel Ólafsson, Ágeir Páll Ásgeirsson og Kristín Sif Björgvinsdóttir stýra þættinum Ísland vaknar. Segja þau í samtali við blaðamann að þátturinn sé fyrir þá sem vilja vakna brosandi. Meira »

Einmana og félagslega einangruð

06:59 „Við sjáum félagslega einangrun og einmanaleika í stórauknu mæli í samfélaginu öllu – frá barnæsku til efri ára. Við sjáum dæmi þess að félagslegt misrétti og félagsleg einangrun erfist milli kynslóða,“ segir Árni Páll Árnason í nýrri skýrslu um norræna velferðarkerfið. Meira »

„Sunnudagur lítur betur út“

06:38 Alldjúp lægð er nú langt suðvestur af landinu en skilin frá henni ganga yfir í dag. Næsta lægð er væntanleg aðfaranótt laugardags og útlit fyrir storm og mikla rigningu. En huggun harmi gegn þá lítur sunnudagur betur út. Meira »

Sérstök þjónusta fyrir konur

06:32 Velferðarráðuneytið hefur falið Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar að útfæra tilraunaverkefni um móttöku innan heilsugæslunnar þar sem konur gætu sótt ráðgjöf og ýmsa þjónustu vegna sértækra heilsufarsvandamála sem eru bundin við konur. Meira »

Heimilisofbeldi og eftirför

05:51 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um heimilisofbeldi í Hafnarfirði í nótt en ofbeldismaðurinn hafði yfirgefið heimilið áður en lögreglan kom þangað. Meira »

Miklar brotalamir í samráðskerfum

05:30 Lýðræðisgáttir Reykjavíkurborgar á netinu eru í lamasessi. Gjörbreyta þarf verkefnum sem borgin hefur hrundið af stað á undanförnum árum til að auka samráð og þátttöku borgaranna. Meira »

Rýfur 500 þúsund eintaka múrinn

05:30 „Á meðan mér finnst ég hafa eitthvað fram að færa sem rithöfundur og fæ hugmyndir til þess að vinna úr held ég áfram,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur. Meira »

Segist ekki hafa skálað við Kjærsgaard

05:30 „Nei, ég skálaði ekki við hana, ég hitti hana ekki einu sinni,“ segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, um ummæli Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem féllu undir liðnum störf þingsins við upphaf þingfundar í gær. Meira »

Þarf að huga að auðlindagjaldi

05:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, telur miklar líkur á að fjárfestingar erlendra aðila í ferðaþjónustu muni aukast á næstu árum, þar sem áhugi fjárfesta á ferðaþjónustu hafi aukist verulega og líklegt sé að sá áhugi muni ná í auknum mæli til erlendra aðila. Meira »

Ekkert bólar á kostnaðarmatinu

05:30 Hvorki stéttarfélögin í Starfsgreinasambandi Íslands og VR né Samtök atvinnulífsins hafa enn birt mat á kostnaði við kjarakröfur félaganna vegna endurnýjunar kjarasamninga. Meira »
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
íbúð með sérinngang eða sérbýli óskast.
Vönduð vel menntuð hjón með tvær dætur óska eftir húsnæði í Reykjavik eða Kóp. S...