Of sterk viðbrögð við streptókokkasýkingu

Allt of mikið er um að tekin séu stroksýni vegna gruns um streptókokkasýkingu og segja má að hálfgerð móðursýki hafi gripið um sig vegna þessa. Þetta segir Gunnar Ingi Gunnarsson, yfirlæknir á heilsugæslu Árbæjar. Hann segir starfsmenn leikskóla og dagmæður hvetja foreldra til að láta taka stroksýni. Ástæða sé til að landlæknir fræði leikskóla og dagmæður um streptókokka.

Gunnar Ingi segir að það viðhorf hafi skapast að öll fjölskyldan þurfi að láta taka strok úr sér ef einn fjölskyldumeðlimurinn fái hálsbólgu. Virðist þetta vera komið frá leikskólum og dagmæðrum sem mælast til þess að strok sé tekið úr barninu, jafnvel þótt það sé algerlega einkennalaust. Hefur hann jafnvel fengið beiðni um að útiloka að viðkomandi sé smitberi.

Ekki sé vitað hvers vegna þessi viðhorfsbreyting hafi átt sér stað hjá leikskólum og dagmæðrum en þetta kalli augljóslega á fræðslu frá Landlækni um streptókokkasýkingar. Þessi aukni fjöldi stroksýna sé mikill kostnaðarauki sem ekki var gert ráð fyrir. Segir Gunnar ennfremur að síðan reglugerð breyttist sl. haust, sem gerir komur barna kostnaðarlausar fyrir foreldra, hafi fjöldi heimsókna margfaldast og farið langt fram úr því sem búist var við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert