Íslandspóstur fær heimild til að fækka dreifingardögum

Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákvarðað að Íslandspósti er heimilað að fækka dreifingardögum úr fimm í þrjá á tveimur landpóstaleiðum sem farnar eru frá Patreksfirði og Króksfjarðarnesi. Ákvörðunin tekur til 45 heimila á þessum stöðum.

Fjöldi heimila og fyrirtækja á landinu er 126.806, af þeim eru nú 121 heimili sem ekki fá fimm daga þjónustu eða 0,095%.  Þar af eru 33 í Grímsey og 15 í Mjóafirði. Ef Íslandspóstur ákveður að nýta sér þessa heimild verður fjöldi heimila sem ekki fá fimm daga þjónustu 166 eða 0,131% af öllum heimilum í landinu, að því er segir í frétt á vef Póst og fjarskiptastofnunar.

Ákvarðanir Póst- og fjarskiptastofnunar í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert