Unnið myrkranna á milli

Það er unnið myrkranna milli við loðnuvinnslu á Akranesi þessa dagana líkt og víðar. Þótt vertíðin sé stutt gengur mikið á meðan á henni stendur og bíða bátarnir í röðum eftir að koma aflanum í land.

Lundey beið drekkhlaðin við höfnina á Akranesi í dag og beið þess að komast út aftur, það verður hins vegar einhver bið á því þar sem það tekur yfir sólarhring að tæma skipið.

mbl.is