Öngþveiti á Oddskarði

Frá Oddskarði í dag
Frá Oddskarði í dag mbl.is/Kristín Ágústsdóttir

Öngþveiti ríkir nú á Oddsskarði þar sem um 40 bílar bíða þess að komast leiðar sinnar, en snjóplógur hefur setið fastur og teppt alla umferð. Snjóblásari hefur unnið að því að losa plóginn. Leiðinlegt veður er á skarðinu, skafrenningur og vindur, en á vef Vegagerðarinnar er vegurinn sagður ófær.

mbl.is

Bloggað um fréttina