Lögreglumaður á slysadeild

Lögreglumaður er á slysadeild eftir að hafa fengið grjót í höfuðið þegar til ryskinga kom á Suðurlandsvegi við Rauðavatn í morgun. Fimm mótmælendur hafa verið handteknir, þar á meðal sá sem kastaði grjótinu, og bílar fjarlægðir af veginum. Lögreglan beitti piparúða til að ná tökum á ástandi mála. Vegurinn er enn lokaður.

Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri í Reykjavík segir að þegar ljóst hafi verið orðið að vörubílstjórar hlýddu ekki fyrirmælum um að teppa ekki umferð, og hópur manna hafi tekið að beina spjótum sínum að lögreglunni og kastað í hana grjóti hafi verið ákveðið að leggja hald á bílana og fjarlægja þá.

Lögreglan hafi beitt piparúða sér til varnar, því að „það er allt betra en að fara í líkamleg átök,“ sagði Hörður.

Suðurlandsvegur er enn lokaður af öryggisástæðum þótt lögregla hafi rýmt veginn. Nokkrir flutningabílar standa þar úti í kanti og bílstjórar þerira gefa sig ekki fram.

Mikil spenna er enn á Suðurlandsvegi þar sem kom til …
Mikil spenna er enn á Suðurlandsvegi þar sem kom til átaka í morgun. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina