14 ára ökumaður lenti í árekstri á Akureyri

Lögreglumenn á Akureyri höfðu í dag afskipti af drengjum sem að höfðu tekið bíl í óleyfi frá heimili eins þeirra og ekið henni um bæinn. Lögreglumenn veittu bílnum athygli þegar henni var ekið upp á kantstein rétt við lögreglubifreiðina.

Þegar lögreglumennirnir hugðust hafa afskipti af drengjunum reyndu þeir að stinga af og óku frekar greitt upp að raðhúsi en misstu stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að þeir lentu á kantsteini sem að brotnaði. Síðan hélt bíllinn áfram og lenti í hliðinni á mannlausum bíl, sem að lagt var upp við raðhúsið.

Drengirnir reyndu að komast undan á hlaupum en gáfust strax upp. Þeir reyndust vera 14 ára gamlir. Drengirnir sluppu við meiðsli en bílarnir eru þó nokkuð skemmdar. Foreldrar drengjanna komu á staðinn og sóttu drengina.

mbl.is

Bloggað um fréttina