Lögreglan á Blönduósi tók frí frá ísbjarnagæslu

Frá hátíðarhöldum á Blönduósi í dag
Frá hátíðarhöldum á Blönduósi í dag mbl.is/Jón Sigurðsson

Hátíðarhöld hafa gengið vel á Blönduósi í björtu en svölu veðri.  Ungir sem aldnir nutu skemmtiatriða við Félagsheimilið í skjóli fyrir norðaustan-áttinni. Lögreglan á Blönduósi gaf sér tíma frá ísbjarnargæslu til að leiða skrúðgöngu eftir Húnabrautinni og standa vörð um fjallkonuna en Steinunn Hulda Magnúsdóttir frá Hnjúki í Vatnsdal var í hlutverki hennar.

Hátíðargestum gefst tækifæri á því að fara í útsýnisflug en þó ekki yfir ísbjarnarslóðir og eins geta ungir sem aldnir brugðið sér á hestbak. Dansleikur og skemmtun verður haldinn í félagsheimilinu á Blönduósi í kvöld.

Frá Blönduósi í dag
Frá Blönduósi í dag mbl.is/Jón Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert