Spreyjað á dómsmálaráðuneytið

Spreyjað var á húsnæði dómsmálaráðuneytisins um helgina en að sögn lögreglu voru skrifuð slagorð þar sem brottvísun Keníamannsins Pauls Ramses Odour frá Íslandi var mótmælt.

Að sögn lögreglu er ekki vitað hver eða hverjir voru að verki en talið er að atvikið hafi átt sér stað í skjóli nætur. Lögreglan segir að búið sé að þrífa krotið af veggjum ráðuneytisins.

mbl.is