Tungl skyggir á sólu

Deildarmyrkvinn sást vel frá Stokkseyri í morgun.
Deildarmyrkvinn sást vel frá Stokkseyri í morgun. mbl.is/Jóhann Óli

Tunglið skyggir nú á sólina og myndar þannig deildarmyrkva sem ná mun hámarki nú á tíunda tímanum. Frá Reykjavík séð mun tunglið skyggja á 59% af skífu sólar þegar mest verður en á Akureyri verður 61% skífunnar þakið skugga. Deildarmyrkvinn hófst klukkan 8:15 í Reykjavík í morgun og standa til 10:09.

Fólk er varað við því að horfa beint í sólina, hafi það ekki þar til gerðan hlífðarbúnað, þar sem geislar hennar geta valdið hornhimnu augnanna óbætanlegum skaða.  

Sólmyrkvar verða þegar sól, tunglið og jörð liggja í beinni línu þannig að skuggi tunglsins fellur á jörðu. Að auki verður tungl að vera fullt eða nýtt. Nýtt er tungl þegar hin myrkvaða hlið þess snýr að jörðu þannig að það sést ekki.

Þegar tunglið skyggir að fullu á sól er talað um almyrkva en það nefnist deildarmyrkvi þegar skuggi þess hylur aðeins hluta sólar. Hringmyrkvi verður þegar skuggi tunglsins er fyrir miðri sól en grannur baugur sólar umlykur hann.

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness stendur nú fyrir sólskoðun á Austurvelli í Reykjavík.

Íbúar í rússnesku borginni Novosibrisk fylgjast með sólinni í morgun …
Íbúar í rússnesku borginni Novosibrisk fylgjast með sólinni í morgun en þar sást almyrkvi. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina