Ramses kemur í nótt

Paul  Ramses kemur til landsins í nótt frá Mílanó. Hann hefur dvalið á Ítalíu frá því í byrjun júlí þegar Útlendingarstofnun neitaði að taka beiðni hans um hælisvist fyrir og vísaði honum til baka til Ítalíu.  Dómsmálaráðuneytið sneri við úrskurði Útlendingastofnunar á föstudag. Ósk hans um hæli verður því tekin til efnislegrar meðferðar hjá Útlendingastofnun.

Paul Ramses á eiginkonu hér á landi og lítinn son sem var einungis þriggja vikna þegar faðir hans var sendur til baka til Ítalíu.

Katrín Theodórsdóttir lögmaður Ramses segir að hann muni dvelja heima hjá konu og barni þar til mál hans verður til lykta leitt. Hann eigi möguleika á því að fara í húsnæði fyrir hælisleitendur en hún sé nokkuð viss um að hann velji sitt eigið heimili.

 
Paul Ramses
Paul Ramses
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert