Byggðu skóla fyrir flöskupening

Paul og Rosmary ásamt börnum sínum.
Paul og Rosmary ásamt börnum sínum. Af vefnum Bærinn Okkar.

Í sumar munu hjónin Paul Ramses og eiginkona hans Rosmary Atieno Obhiambo opna grunnskóla í Kenía fyrir 320 börn. Nú þegar reka þau leikskóla á æskuslóðum sínum. Fjölskyldan safnaði fyrir skólabyggingunni með því að safna flöskum í sex mánuði.

Þetta kemur fram í viðtali við hjónin sem birtist í dag á miðlinum Bærinn okkar sem flytur fréttir af Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu.

Mál Paul Ramses vakti mikla athygli á sínum tíma en hann og Rosmary fengu pólitískt hæli hér á landi árið 2010 eftir langa baráttu. Í dag búa þau  á Völlunum í Hafnarfirði ásamt börnum sínum tveimur og líkar vel.

Í samtali við Bæinn okkar kemur fram að fjölskyldan hafi safnað milljón með því að fara allar helgar niður í bæ í sex mánuði og safna flöskum.

„Ágóðann notuðum við síðan til þess að kaupa land í Kenía þar sem við byggðum leikskóla góðgerðarsamtakanna Tears children sem við stofnuðum. Leikskólinn opnaði formlega árið 2012 og hann sækja 100 börn á aldrinum 3-5 ára, en mörg þeirra eru munaðarlaus eða börn einstæðra mæðra,“ segir Rosmary. Hún segist jafnframt vera heilluð af íslenska menntakerfinu og að leikskóli þeirra hjóna í Kenía sé rekinn að íslenskri fyrirmynd. Grunnskólinn sem hjónin opna í sumar verður á sama landskika.

Að sögn Paul er mikil fátækt á svæðinu þar sem leikskólinn stendur. „Fátækt fylgir oft skortur á menntun og skortur á menntun og fáfræði er ein helsta ógnin við mannréttindi. Sem dæmi, þá eru margar ekkjur á þessu svæði sem búa við hræðilega fátækt og horfa upp á börnin sín svelta. Til þess að bjarga lífi sínu og barna sinna hafa sumar þeirra tekið upp á því að selja börnin sín í vændi. Og við vitum um dæmi um stúlkubörn allt niður í 10 ára aldur sem hafa orðið óléttar eða smitast af HIV veirunni. Þetta er skelfilegt ástand. Eina leiðin til þess að stemma stigu við þessu er menntun. Menntun fyrir mæðurnar og menntun fyrir börnin. Þess vegna vildum við að verkefnið okkar myndi ná til alls samfélagsins. Til þess að bæta hag barna og berjast gegn fátækt þurfum við að valdefla konur í samfélaginu. Því höfum við fengið hóp ekkna og einstæðra mæðra til þess að búa til alls konar listmuni sem við síðan seljum í Kolaportinu, í Firði og út um allt land. Allur ágóðinn rennur svo aftur til þess að reka skólann. Á þennan hátt leggja konurnar af mörkum til menntunar barna sinna.“

Í viðtalinu kemur fram að nemendur úr Verslunarskóla Íslandi hafi safnað peningum til styrktar verkefnisins og hlaut leikskólinn til dæmis nafnið Litla Versló vegna þess. Einnig hefur hópur úr Brekkubæjarskóla á Akranesi hjálpað til og safnað peningum til að byggja vatnsbrunn fyrir skólann.

Að sögn hjónanna stendur til að hafa tónlistarherbergi, bókasafn og efnafræðistofu í skólanum sem verður opnaður seinna í mánuðinum.

Hér má sjá viðtalið í heild sinni.

mbl.is

Innlent »

Skora á stjórnvöld að bregðast við af hörku

21:58 Stjórn Neytendasamtakanna skorar á stjórnvöld að bregðast við af fullri hörku til varnar neytendum vegna sviksamlegrar háttsemi bílaleigunnar Procar. Þá þurfi það tryggja að eftirlit með akstursmælum sé fullnægjandi. Meira »

Kjarnorkustyrjöld í Selsferð

21:15 Uppákoman í Selsferðinni er einhver mesta lífsreynsla sem ég hef mætt,“ segir Heimir Sindrason tannlæknir. „Enginn var samur á eftir; því þarna vorum við um 100 krakkar saman sem stóðum andspænis dauða okkar á ögurstund mannkynssögunnar. Skelfingin sem greip um sig var mikil, í vitund allra sem þarna voru lifir þetta mál enn og margir hefðu sjálfsagt þurft það sem í dag er kallað áfallahjálp.“ Meira »

Segir Seðlabankann undirbúa aðra sneypuför

21:00 Stjórnendur Seðlabanka Íslands undirbúa nú enn eina sneypuförina af hálfu bankans. Þetta segir Garðar Gíslason hæstaréttarlögmaður og vísar til bréfs sem birt var á vef Seðlabankans á þriðjudag. Meira »

Vinna að niðurfellingu starfsleyfis

20:50 „Við erum að bregðast við með viðeigandi hætti,“ segir Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu í samtali við mbl.is, spurð út í það hvort Samgöngustofa vinni að því að svipta einhverja bílaleigu starfsleyfi sínu. Meira »

Hefur umboð til að slíta viðræðunum

19:48 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fékk nú síðdegis umboð frá samninganefnd félagsins til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins á morgun. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Íslendingafélag í 100 ár

19:40 Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn verður 100 ára 1. mars nk. og verður tímamótanna minnst sérstaklega á hátíð félagsins 17. júní, að sögn Einars Arnalds Jónassonar, formanns þess. Meira »

Persónuafsláttur frystur í þrjú ár

19:25 Til stendur að frysta persónuafsláttinn í þrjú ár þar til innleitt verður nýtt kerfi til þess að reikna út hver afslátturinn eigi að vera, samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar um skattkerfisbreytingar vegna yfirstandandi kjaraviðræðna. Þetta staðfestir fjármálaráðuneytið í samtali við mbl.is. Meira »

Tilkynnt um eld í fjölbýli við Engihjalla

18:59 Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er tilkynnt var um eld á sjöundu hæð í fjölbýlishúsi við Engihjalla nú undir kvöld. Voru bílar sendir á staðinn frá öllum stöðvum en mikinn reyk lagði um stigaganginn. Meira »

Óska eftir vitnum að líkamsárás

18:44 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar nú eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað á mótum Vegmúla og Suðurlandsbrautar í Reykjavík í hádeginu í dag, eða um kl. 12.50, en þar veittist karlmaður að ungri konu. Meira »

Móðir Nöru Walker óskar eftir náðun

18:37 Móðir ástralskrar konu sem var dæmd í Landsrétti fyrir að hafa bitið bút úr tungu eiginmanns síns hefur skrifað bréf til náðunarnefndar dómsmálaráðuneytisins þar sem hún óskar eftir því að dóttur sín verði náðuð. Meira »

Vildu 15.000 kr. og fjögur skattþrep

18:00 „Við hefðum viljað sjá skattkerfinu beitt hressilega sem tekjujöfnunartæki og gerðum okkur væntingar um að það kæmi til skattalækkunar upp á um 15.000 krónur til ákveðinna hópa,“ segir Drífa Snædal, formaður ASÍ. Meira »

SGS og SA funda á ný á morgun

17:58 Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins (SA) og Starfsgreinasambandsins (SGS) sem hófst klukkan fjögur í dag er nú lokið. Þetta staðfestir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, í samtali við mbl.is. Fram kom í umfjöllun mbl.is í hádeginu að SGS vildu fá betri svör frá SA á fundinum. Meira »

Henti barni út úr strætisvagni

17:15 „Sonur minn lenti í að myndavélin á símanum hans virkaði ekki og var að hringja í mig grátandi því vagnstjórinn ykkar henti honum út og sagði honum bara að labba.“ Þannig hefst Twitter-færsla hjá Jóhannesi Bjarnasyni en 11 ára syni hans var hent út úr strætisvagni í dag. Meira »

Varað við mikilli ölduhæð

17:10 Von er á óvenju mikilli ölduhæð vegna þeirrar djúpu lægðar sem nú nálgast landið. Við þessu varar Landhelgisgæslan og bendir sömuleiðis á að há sjávarstaða geti ásamt mikilli ölduhæð valdið usla, einkum sunnan- og vestanlands. Meira »

Barði konuna og henti inn í runna

17:00 „[Við] gátum ekki brugðist við fyrr en hann var búinn að ná að lumbra ansi duglega á henni, henda henni inn í runna og stappa á henni þar.“ Svona lýsir Snorri Barón Jónsson árás sem hann varð vitni að í hádeginu. Meira »

Auður með átta tilnefningar

16:45 Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2018 hafa verið kynntar og hlaut Auður flestar eða alls átta. Fast á hæla honum kom Valdimar með sjö tilnefningar, GDRN með sex, Jónas Sig með fimm og Sunna Gunnlaugs og Víkingur Heiðar Ólafsson með fjórar hvort. Verðlaunin verða afhent 13. mars. Meira »

„Mun marka líf brotaþola það sem eftir“

16:10 Þegar myndbönd af árás ákærðu og félaga þeirra á brotaþola eru skoðuð þá sést að ákærðu, ekki síst ákærði Artur, gengur fram af mikilli heift. Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms en Art­ur Pawel Wisock var í dag dæmd­ur í fimm ára fang­elsi fyr­ir stór­fellda lík­ams­árás á dyra­vörð á skemmti­staðnum Shooters í ág­úst í fyrra. Meira »

Óvenju há sjávarstaða

15:57 Landhelgisgæslan hefur vakið athygli á óvenju hárri sjávarstöðu í dag og næstu daga, en stórstreymt er þessa dagana.  Meira »

„Með eggin í andlitinu“

15:55 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sakaði ríkisstjórnina um að hafa reynt að gera hlut sinn í lausn kjaraviðræðnanna sem mestan og voru það mistök. Þetta kom fram í ræðu þingmannsins á Alþingi í dag. Þá sagði hann einnig að kjaradeila sem beinist að stjórnvöldum vera brot á vinnulöggjöf. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Í boði á bokmenntir.netserv.is
Anna í Grænuhlíð I-III. Íslenskar ljósmæður I-II. Forn frægðarsetur I-IV. Fles...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristalsljósak...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...