OR vantar meira fé

Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur mbl.is/ÞÖK

Tekjur Orkuveitu Reykjavíkur (OR) munu aukast um 500 milljónir á ári vegna 9,7% hækkunar á gjaldskrá fyrir heitt vatn sem kynnt var í fyrradag. Helstu ástæðurnar fyrir hækkuninni voru sagðar vera bygging nýrrar varmastöðvar á Hellisheiði og lagning nýrrar hitaveitulagnar þaðan auk kostnaðarhækkana.

OR stendur í kostnaðarsömum framkvæmdum við hitaveitukerfi víða á Suðvesturlandi og fleiri standa fyrir dyrum. Sú dýrasta er fyrrnefnd varmastöð og hitaveitulögn þaðan og að höfuðborgarsvæðinu en samtals er reiknað með að kostnaður nemi um 13 milljörðum króna. Þá er verið að endurnýja, í hlutum, hitaveitulögn frá Deildartunguhver til Akraness.

Að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafulltrúa OR, er áætlað að kostnaður við endurnýjun á hitaveitulögninni frá Deildartunguhver – sem er 70 km löng og sú lengsta í heimi – verði um 1-2 milljarðar króna. Eiríkur segir að lögnin sé illa farin á köflum og bili oftar en hægt sé að sætta sig við. Framkvæmdir hafi gengið hægar en menn hafi viljað þar sem fyrirtækið sem á lögnina, Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar, sé að hluta til í eigu ríkisins og ríkið hafi ekki viljað ábyrgjast lán til framkvæmdanna. Nú sé málið að leysast því stjórn OR hafi á föstudag samþykkt að kaupa 20% eignarhlut ríkisins á 150 milljónir.

Eiríkur bendir á að lagnakerfi vegna hitaveitu á höfuðborgarsvæðinu sé um 2.000 kílómetrar. Því þurfi að halda við og undanfarið hafi verð á hráefnum til þess, stál, plast og fleira hækkað mjög. Heimsmarkaðsverð á þessum vörum hafi nánast tvöfaldast. „Og þá á eftir að bæta gengisfallinu við,“ sagði Eiríkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »