Staddur í Grímsey

Ferðamaðurinn lagði upp frá Landmannalaugum 19. september.
Ferðamaðurinn lagði upp frá Landmannalaugum 19. september. Árni Sæberg

Franskur ferðalangur sem grennslast var fyrir um á Laugaveginum í gær og í nótt reyndist vera í Grímsey, að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 

Franski ferðamaðurinn lagði upp úr Landmannalaugum 19. september og gisti þá nótt í Hrafntinnuskeri. Síðan var ekki vitað um ferðir hans.

Björgunarsveitir frá Hvolsvelli og Hellu hófu eftirgrennslan í gærkvöldi. Um 20 björgunarsveitarmenn tóku þátt í þessari eftirgrennslan, farið var í mannlausa skála og slóðar eknir og gengnir. Eftirgrennslan hófst þegar ferðaáætlun sem maðurinn skyldi eftir hjá skálavörðum að Fjallabaki stóðst ekki.

mbl.is

Bloggað um fréttina