Ráðherrar funda um Ísland

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, mun funda með starfsbræðrum sínum á …
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, mun funda með starfsbræðrum sínum á Norðurlöndunum í Helsinki á morgun. mbl.is/Golli

Forsætisráðherrar Norðurlandannanna fimm munu halda sérstakan fund á morgun á Norðurlandaráðstefnunni, sem fram fer í Finnlandi, til að ræða fjármálakreppuna og leiðir til bregðast við henni.

AFP-fréttstofan greinir frá því að Geir H. Haarde forsætisráðherra hafi óskað eftir fundinum.

Fram hefur komið í fjölmiðlum að Norðurlöndin séu reiðubúin að bjóða íslenskum stjórnvöldum fjárhagsaðstoð. 

Sem hafa sem kunnugt er hafa íslensk stjórnvöld óskað formlega eftir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Upphæð lánsins mun nema ríflega tveimur milljörðum Bandaríkjadala. Stefnt verður að því að endurgreiða lánið á árunum 2012 til 2015.

mbl.is