Fjármálastofnanir virði jafnréttislög

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur sent forsvarsmönnum fjármálastofnana í eigu ríkisins bréf þar sem þeir eru hvattir til þess að virða í hvívetna jafnréttislög innan nýrra stofnana og þá ekki síst við skipan í stjórnunar- og áhrifastöðu

Ný skipurit ríkisbankanna þriggja gefur ráðherra tilefni til að minna forsvarsmennina á mikilvægi jafnréttislaga og eru þeir minntir á skyldu þeirra að jafna stöðu kynjanna og stuðla að því að störf flokkis ekki í sérstök kvenna- og karlastörf. Þýðingarmikið sé að bankarnir gegni ákveðnu forystuhlutverki að þessu leyti á íslenskum fjármálamarkaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina