Davíð Oddsson: „Þá mun ég snúa aftur"

Davíð Oddsson.
Davíð Oddsson. mbl.is/Kristinn

Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir í viðtali við Bent A. Koch í danska dagblaðinu Fyens Stiftstidende, að hann ætli sér að gegna stöðu seðlabankastjóra í nokkur ár til viðbótar.

„Þá hyggst ég hætta af sjálfsdáðum með sama hætti og ég gerði þegar ég lét af starfi forsætisráðherra. Verði ég hins vegar þvingaður úr starfi horfir málið allt öðruvísi við. Þá mun ég snúa aftur í stjórnmálin,“ segir Davíð.

Í viðtalinu, sem ber yfirskriftina „Blóraböggull fólksins: Ég varaði við, en enginn vildi hlusta“, segist Davíð hafa hreina samvisku, enda hafi hann lengi varað við því hvert stefndi og verið mjög gagnrýninn í garð nýju auðmannanna en ávallt talað fyrir daufum eyrum.

„Ef við hefðum haft frjálsa fjölmiðla, sem hefðu getað og viljað veita hinum raunverulegu valdamönnum aðhald, þá hefðum við ekki leiðst út í ofviðrið sem nú ríkir,“ segir Davíð og tekur fram að hann skilji vel að gremja fólks beinist að sér þar sem hann sé tákngervingur valdakerfisins í stöðu sinni sem seðlabankastjóri.

Spurður hvort hann telji að Ísland eigi að sækja um aðild að ESB segist Davíð sjálfur ennþá vera andvígur því. „En ef flokkur minn kemst að þeirri niðurstöðu að sækja eigi um aðild þá mun ég ekki leggjast gegn því,“ segir hann. 

Viðtalið við Davíð

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »