Minnisvarði um Jóns-málið afhjúpaður

Arnar Jónsson, sonur Jóns, les texta minnisvarðans við afhjúpunina í ...
Arnar Jónsson, sonur Jóns, les texta minnisvarðans við afhjúpunina í dag mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Minnisvarði var um hádegisbil í dag afhjúpaður á horni Byggðavegar og Þingvallastrætis á Akureyri; um meint umferðarlagabrot Jóns Kristinssonar a þessum stað 1984. Hið meinta umferðarbrot hafði sögulegar afleiðingar, því það leiddi til aðskilnaðar dómsvalds og umboðsvalds og þar af leiðandi til endanlegrar þrískiptingar ríkisvaldsins á Íslandi.

Á þessum stað er því markað upphaf eins mikilvægasta dómsmáls þjóðarinnar á síðari tímum. Forsaga málsins er þessi: Þriðjudaginn 26. júní 1984 kl. 16.40 stöðvuðu tveir lögreglumenn Jón Kristinsson á Subaru bifreið sinni A 3088 og gáfu honum að sök að hafa ekki virt stöðvunarskyldu þar sem hann ók norður Byggðaveg og beygði inn á Þingvallastræti til austurs. Var þetta annað meint umferðalagabrot Jóns á stuttum tíma. Voru málin tekin fyrir samtímis í Sakadómi Akureyrar og hann sakfelldur af báðum ákærum.

Jón ákvað að una ekki dóminum og benti á að sami maður hafði sinnt málinu í umboði lögreglustjóra (framkvæmdavalds) annars vegar og bæjarfógeta (dómsvalds) hins vegar. Fullyrti hann að með því væri réttlát málsmeðferð ekki tryggð. Eftir að dómur fyrir fyrra brotið hafði verið staðfestur í Hæstarétti leitaði Jón til Mannréttindadómstóls Evrópu sem ákvað að veita honum áheyrn fyrstum Íslendinga.

Niðurstaðan var afdráttarlaus:
Málsmeðferð í kjölfar meints umferðalagabrots Jóns Kristinssonar braut í bága við 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta dómsmeðferð fyrir dómstólum. Þegar ljóst varð að íslenska ríkið myndi tapa málinu í Strassburg leitaði það sátta með fororði um að réttarskipan landsins yrði breytt innan tiltekins tíma.

Í kjölfarið voru sett lög á Alþingi þar sem skilið var með óyggjandi hætti milli dóms- og framkvæmdavalds. Óréttur sem þjóðin hafði búið við heyrði þar með sögunni til og er Jóns-málið þannig lifandi dæmi þess að lítil þúfa velti oft þungu hlassi.

Hugmyndin um að koma upp minnismerki á götuhorninu þar sem lögreglan stoppaði Jón er komin frá lögfræðinemum við Háskólann á Akureyri. Þar verður getið um atburðinn og það sem fylgdi í kjölfarið. Merkið verður hið fyrsta í röð merkja í bænum sem lýsa litlum og stórum sögum úr fortíðinni, en tengjast ákveðnum persónum. Þetta fyrsta merki verður viðamest og vel við hæfi að byrja á því, þar sem Jón varð níræður á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sigrún, Kári og rektor ræða uppsögnina

14:12 Sigrún Helga Lund, Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands og Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sitja nú á fundi þar sem uppsögn Sigrúnar er til umræðu. Meira »

Lágu í fjóra sólarhringa undir Grænuhlíð

14:08 „Þetta var voðalegur brælutúr og við lágum til dæmis í fjóra sólarhringa undir Grænuhlíð til að bíða af okkur illviðri. Einnig var túrinn styttur vegna veðurs. Hins vegar var alltaf góð veiði þegar gaf og ekkert undan því að kvarta.“ Meira »

Hafnar því að hafa beitt Sigrúnu áreitni

13:40 Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna uppsagnar Sigrúnar Helgu Lund, pró­fess­ors í líf­töl­fræði Há­skóla Íslands. Meira »

Hræðist ekki einkamál

13:04 „Ég var að vonast eftir þessari niðurstöðu. Auðvitað er maður ánægður með að það sé búið að fá svar við þessu,“ segir Bára Halldórsdóttir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Klausturmálinu. Meira »

Vilja fæða 20.000 börn í Jemen

12:55 „Neyðin sem fólkið í Jemen stendur frammi fyrir er skelfileg og hefur farið síversnandi,“ segir Atli Viðars Thorstensen, sviðstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi. Á föstudag lýkur neyðarsöfnun Rauða krossins vegna hungursneyðar í Jemen. Meira »

Kröfu þingmannanna hafnað

12:31 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi í Klausturmálinu svokallaða. Meira »

Ræningi gengur enn laus

12:17 Ræninginn sem lét greipar sópa í verslun Iceland í Glæsibæ vopnaður hnífi á mánudagsmorgun og sló afgreiðslumann gengur enn laus. Myndbandsupptökur úr versluninni sýna að maðurinn huldi andlit sitt með hettu og sólgleraugum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir ómögulegt að greina hver hann er. Meira »

„Eyðum ekki jólunum á klósettinu“

11:56 Matvælastofnun hvetur landsmenn til að tileinka sér hreinlæti, rétta meðhöndlun og kælingu matvæla í eldhúsinu svo koma megi í veg fyrir að matarbornir sjúkdómar spilli jólagleðinni. Meira »

„Stríðsyfirlýsing“ hjá Bjarna

11:50 „Þetta er ekkert annað en stríðsyfirlýsing við kröfur hreyfingarinnar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ummæli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í Morgunblaðinu í dag. Sagði Bjarni að skattar yrðu ekki lækkaðir ofan á „óábyrgar“ launahækkanir í kjarasamningum. Meira »

Segir „sóunarmenningu“ viðgangast

11:27 Leikstjórinn Benedikt Erlingsson segir margt mjög merkilegt koma fram í jólaerindi Guðna Á. Jóhannessonar orkumálastjóra þar sem hann segir ofbeldið í kvikmyndinni Kona fer í stríð jafn úrelt og bogi og örvar sem stríðstól. Meira »

Segir upp vegna áreitni yfirmanns

11:22 „Hafi fólk einlægan áhuga á að vita hvers vegna konur flýja HÍ er skýringin ekki svo flókin.“ Þetta segir Sigrún Helga Lund, prófessor í líftölfræði við HÍ, í færslu á Facebook, þar sem hún lýsir erfiðum samskiptum og kynferðislegri áreitni sem hún hefur mátt þola frá yfirmanni sínum. Meira »

Mestur munur á kjöti og konfekti

11:11 Mikill verðmunur var á jólamat milli verslana í verðkönnun ASÍ sem framkvæmd var á mánudaginn. Mestur var verðmunurinn á algengum jólamat eins og kjöti, gosi, jólaöli og konfekti og er því ljóst að neytendur geta sparað sér töluverðar fjárhæðir þegar keypt er í jólamatinn. Meira »

12 milljónir í 31 styrk

10:39 Tæpum 12 milljónum króna var úthlutað í 31 styrk til þýðinga á íslensku, í seinni úthlutun ársins. Alls bárust 56 umsóknir og sótt var um rúmar 47 milljónir króna. Fjölgun umsókna var jafnt í flokki skáldverka og myndríkra barna- og ungmennabóka. Meira »

Ungur háskólanemi vann 40 milljónir

10:13 Háskólanemi um tvítugt vann 41,4 milljónir króna í Lottóinu á laugardaginn. Hann er með þeim yngri sem komið hefur í heimsókn til Íslenskrar getspár til að sækja vinning. Meira »

Dettur í hug Kúba norðursins

10:13 „Ég batt vonir við að eftir fund með bankaráði þann 27. nóvember sl. myndi málinu ljúka en ekki þyrfti að fara með það inn í sjöundu jól og áramót,“ skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í bréfi til bankaráðs Seðlabanka Íslands. Meira »

Mætti meta menntun betur

10:02 Drífa Snædal, fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir nýja rannsókn á högum erlendra kvenna á íslenskum vinnumarkaði sýna að ýmislegt megi gera betur. Svo sem mat á menntun þeirra sem koma erlendis frá til að vinna hér á landi. Meira »

BDSM-hneigður transmaður

09:54 Mjög miklir fordómar eru ríkjandi gagnvart BDSM-hneigðum. Þetta kom fram í máli Sólhrafns Elí Gunnars sem er BDSM-hneigður transmaður. Hann heimsótti Ísland vaknar og opnaði græjutöskuna og sýndi áhorfendum tæki eins og svipur, bönd og skæri. Meira »

Nýtt meðferðarheimili verði í Garðabæ

09:50 Stefnt er að því að framkvæmdir við nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga hefjist á næsta ári í Garðabæ.  Meira »

Kynjabilið minnst hér á landi

08:31 Hundrað og átta ár eru þar til kynjajafnrétti verður náð í heiminum, en Ísland trónir á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir lönd í heiminum þar sem kynjajafnrétti er mest. Meira »
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN ?
Spái í bolla og tarot- þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Timap. s. ...
BOKIN.IS BÆKUR TIL SÖLU BOKIN.IS TEIKNIMYNDASÖGUR -mikið úrval -BOKIN.IS ÚRVAL MYNDLISTARBÓKA á bokin.is BOKIN.IS
BOKIN.IS RÚMLEGA 14 000 BÆKUR TIL SÖLU Á BOKIN.IS EFTIR INNSKRÁNINGU Á BOKIN...