Færri skrá sig án atvinnu

Frá Suðurnesjum.
Frá Suðurnesjum. mbl.is/Golli

Atvinnuleysi á landinu verður líklega nálægt 5% um áramótin, að mati Karls Sigurðssonar, forstöðumanns vinnumálasviðs Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er nú mest á Suðurnesjum og er áætlað að það sé 9-10%.

Hægt hefur á fjölgun atvinnuleysisskráninga síðari hluta desembermánaðar eftir mikla fjölgun fyrst í mánuðinum. Nú hafa innan við hundrað manns bæst við á degi hverjum en þeir voru á þriðja hundrað á dag fyrstu 2-3 daga mánaðarins. Atvinnulausum hefur fjölgað mikið á höfuðborgarsvæðinu síðustu mánuði. Undanfarna daga hefur þeim einnig verið að fjölga á Norður-, Austur- og Suðurlandi en fjölgunin er eitthvað hægari á Vesturlandi og Vestfjörðum.

Eftir að fólk hefur skráð sig á atvinnuleysisskrá þarf það að staðfesta atvinnuleit fyrir 25. dag mánaðarins. Í gær hófst sjálfvirk afskráning á þeim sem höfðu ekki staðfest atvinnuleit. Reikna má með að margir þeirra skili sér aftur fyrir mánaðamótin. Vefur Vinnumálstofnunar lá niðri í gær og því var ekki hægt að lesa þar tölur um sjálfvirka skráningu á atvinnuleysisskrá.

Mannvirkjagerð hefur skorið sig úr með mikla fjölgun atvinnulausra frá upphafi bankahrunsins. Einnig eru hlutfallslega margir atvinnulausir í iðnaði og ýmsum þjónustugreinum. Nokkur dæmi eru um að uppsagnir hafi gengið til baka. Þá hefur færst í aukana að starfshlutfall sé minnkað í 75% til 50% á móti atvinnuleysisbótum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »