Ölvaður ökumaður hljóp heim til sín

Árekstur varð á Eyrarbakka laust fyrir kl. 11 í morgun. Annar ökumaðurinn er grunaður um ölvunarakstur en sá hljóp af vettvangi áður en lögreglan kom. Hún hafði hendur í hári hins ölvaða á heimili hans.

Hann verður yfirheyrður á morgun en bílarnir eru báðir töluvert skemmdir.

mbl.is

Bloggað um fréttina