Komst ekki yfir hraðahindrun

Lögreglan á Selfossi kærði sex ökumenn fyrir ölvunarakstur um helgina, og einn fyrir að aka undir áhrifum vímuefna. Í einu tilvikinu komu lögreglumenn að ökumanni sem átti í erfiðleikum með að aka bíl sínum yfir hraðahindrun. Reyndist hann töluvert ölvaður og var því færður á lögreglustöð.

Einnig voru sex ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu.

Þá var tilkynnt var um innbrot í sumarhús í Öndverðarnes. Tjón var unnið á húsinu og áfengi stolið. 

mbl.is