Eldsvoði á Akureyri

Húsið við Hrafnabjörg
Húsið við Hrafnabjörg mbl.is/Skapti

Eldur kviknaði í einbýlishúsi við Hrafnabjörg á Akureyri nú á tíunda tímanum en slökkvilið og lögregla fengu upplýsingar um brunann um tíuleytið. Er slökkviliðið búið að ná tökum á eldinum en er enn að störfum á brunastað. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri var einn maður í húsinu en hann komst út úr húsinu. Var hann fluttur á sjúkrahús með brunasár.

Myndir af brunanum á Landpóstinum, fréttavef fjölmiðlafræðinema

mbl.is/skapti
Mikill reykur var í húsinu.
Mikill reykur var í húsinu. mbl.is/skapti
Húsið stendur við Hrafnabjörg, beint fyrir ofan verslunarmiðstöðina Glerártorg. Þaðan …
Húsið stendur við Hrafnabjörg, beint fyrir ofan verslunarmiðstöðina Glerártorg. Þaðan sér yrir Oddeyrina. mbl.is/skapti
mbl.is

Bloggað um fréttina