Tveir slasaðir eftir bílveltu

Tveir menn voru fluttir slasaðir á sjúkrahús eftir bílveltu á Hafnafjarðarvegi í rúmlega níu í kvöld, skammt frá gatnamótum við Digranesveg. Ekki er enn ljóst hversu mikið mennirnir eru slasaðir, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra í lögreglunni. Lögreglumenn vinna enn á vettvangi.

mbl.is

Bloggað um fréttina