Geysir í Haukadal er ekki friðlýstur og nýtur því ekki verndar

Strokkur að gjósa.
Strokkur að gjósa. mbl.is/RAX

Geysissvæðið í Haukadal nýtur engrar formlegrar náttúruverndar. Í frétt mbl.is í gær kom fram að Umhverfisstofnun beri ekki ábyrgð á að tryggja lágmarksöryggi ferðamanna á svæðinu. Það er vegna þess að svæðið er ekki friðlýst. Margir hafa slasast við Geysi.

Eitt mikilvægasta málið í íslenskri ferðaþjónustu

Ari Arnórsson leiðsögumaður hefur lengi haft áhyggjur af aðbúnaðinum við Geysi og hefur leitað ýmissa leiða til úrbóta.  „Geysir er verðmætasta náttúruvætti á Íslandi og það er eitt mikilvægasta málið í íslenskri ferðaþjónustu að aðkoma þar sé örugg,” segir Ari.

Að sögn Ólafs Jónssonar, deildarstjóra hjá Umhverfisstofnun þarf svæðið að vera friðlýst  til þess að stofnunin geti hafi skýra aðkomu að málum er varða framkvæmdir og öryggismál.

En hvers vegna er ein stærsta náttúruperla okkar Íslendinga ekki friðlýst?

Ástæðan er eignarhald á Geysissvæðinu, en um alllangt skeið hafa staðið yfir samningaviðræður ríkisins og eigenda landsins, sem umlykur helsta hverasvæðið. Ríkið á Geysi og Strokk og flesta þekktustu hverina, en stærstur hluti svæðisins er í einkaeign. Samningar hafa enn ekki náðst á milli landeigenda og ríkisins.

Friðlýsing hefur ekki náð fram að ganga

Í náttúruverndaráætlun fyrir árin 2004-2008 er lagt til að Geysir verði friðlýstur. Það hefur þó ekki náð fram að ganga. Geysir er ekki nefndur í náttúruverndaráætlun fyrir árin 2009 – 2013. Ólafur segir ástæðuna vera að þar sem friðlýsing Geysis náði ekki fram að ganga á árunum 2004 - 2008, þá hafi verið ákveðið að flytja verkefnið yfir á næstu náttúruverndaráætlun. 

Á vef Umhverfisstofnunar segir að friðlönd séu landsvæði sem mikilvægt er að varðveita vegna landslags, gróðurfars eða dýralífs. Þar segir ennfremur að þrjátíu og átta svæði á landinu séu nú lýst friðlönd.  Geysir er heldur ekki á lista stofnunarinnar yfir náttúruvætti, en á heimasíðu hennar segir að náttúruvætti séu sérstæðar náttúrumyndanir og eru hverir nefndir þeirra á meðal.

Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, sendi í febrúar bréf til umhverfisráðuneytisins þar sem því var lýst yfir að friðlýsing og landvarsla á þeim hluta Geysissvæðisins sem er í eigu ríkisins myndi hefjast. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun hefur ekki borist svar frá ráðuneytinu.

Margir hafa slasast á Geysissvæðinu

Af og til berast af því fréttir að ferðamenn slasist eða séu hætt komnir á Geysisvæðinu.  Á mbl.is í gær var sagt frá ferðamanni sem handleggsbrotnaði þar um helgina, bresk hjón sluppu naumlega við brunaslys við Geysi í desember síðastliðnum og spænskur ferðamaður hlaut annars stigs brunasár á báðum fótum síðastliðið sumar. Ari segir ferðamenn leggja sig í hættu heimsæki þeir Geysissvæðið.

En hver er ábyrgð þeirra sem ákveða að heimsækja svæðið?

Ari segir að leiðsögumenn vari ferðamenn við; ekki fara út af stígunum og ekki dýfa höndunum í heitt vatn. „Mikil áhersla hefur verið lögð á bílaleigubíla á undanförnum árum og að fólk ferðist á eigin vegum. Hver varar þessa ferðamenn við og hvar fá þeir fræðslu um hætturnar á Geysissvæðinu?” spyr Ari.

Hvorki náttúran né fólkið sem heimsækir hana eru varin

Ari segir að merkingar á svæðinu séu nánast engar, þar sé eitt skilti með máðri áletrun þar sem fólk er varað við hættum á svæðinu. „Þar fyrir utan er svæðið í mikilli eyðileggingarhættu. Þarna er rusl út um allt og fólk hendir smápeningum ofan í hverina.”

En hvaða leiðir sér Ari til úrbóta?

„Mikilvægast er að þarna sé landvörður allt árið, en ekki bara í tvo mánuði yfir sumartímann eins og nú er. Tiltölulega lítið mál væri að setja upp varnir á svæðinu, mér detta í hug timburpallar fyrir ferðamenn. Annars er það mitt mat að Geysissvæðinu eigi að raska eins lítið og hægt er, að takmarka inngrip í náttúruna eins og hægt er.”

Hvernig hefur Félag leiðsögumanna beitt sér í þessu máli?

„Við höfum margoft fundað með Umhverfisstofnun, sent þangað bréf og tölvupósta. Fyrir utan það vitum við til þess að allir helstu ferðaþjónustuaðilar landsins hafa rætt þessi sömu mál við Umhverfisstofnun,” segir Ari. 

Ólafur segir að stofnuninni hafi borist fjölmörg erindi frá leiðsögumönnum. „Okkur finnst þetta ekki vera góð staða og vonandi verður hægt að leysa þetta.”


Rýnt við gufuna við Geysi
Rýnt við gufuna við Geysi Rax / Ragnar Axelsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Hjákátlegt“ að vera boðuð til þinghalds

14:39 „Það var eiginlega bara svolítið hjákátlegt,“ segir Bára Halldórsdóttir um bréfið sem henni barst í gær þar sem hún er boðuð til þing­halds í Héraðsdómi Reykja­vík­ur vegna beiðni frá lög­manni fyr­ir hönd fjög­urra ein­stak­linga vegna mögulegs einkamáls. Meira »

Björn Ingi nýr verkefnisstjóri almannavarna

14:01 Björn Ingi Jónsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri í almannavörnum hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi og hefur störf um komandi áramót. Hann kemur í stað Víðis Reynissonar sem verið hefur í þessu starfi frá ársbyrjun 2016. Meira »

Fjórir mánuðir fyrir hótanir

13:54 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir hótanir og fíkniefnabrot. Þá voru gerð upptæk hjá honum tæplega 900 grömm af kannabisefnum og fjórar kannabisplöntur. Maðurinn játaði brot sín skýlaust, en hann hefur frá árinu 2013 fengið tvo dóma og verið sektaður sex sinnum fyrir fíkniefnatengd mál. Meira »

Viðtal við uppljóstrarann á Klaustri

13:30 Dómsmál kann að verða höfðað gegn Báru Halldórsdóttur uppljóstrara. Í viðtali við Ísland vaknar segir Bára að hún hafi ekki stórar áhyggjur af málinu. Hún segist ekki sjá eftir gjörningnum og myndi hiklaust gera þetta aftur. Meira »

Met slegið í fjölda útkalla

13:12 Þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar hafa það sem af er ári farið í 265 útköll og hafa þau aldrei verið fleiri. Flugdeildin hefur því sett enn eitt metið í fjölda útkalla. Meira »

ÍLS stofnar leigufélagið Bríeti

13:09 Íbúðalánasjóður hefur stofnað nýtt leigufélag undir nafninu Bríet. Mun félagið taka við flestum þeim fasteignum sem eru á hendi sjóðsins í dag og reka leiguþjónustu með sérstaka áherslu á landsbyggðina. Ákvörðun um þetta var tekin á stjórnarfundi sjóðsins í dag. Meira »

Lýsti ónæmismeðferð í beinni frá Nóbelnum

13:04 Íslenskur læknir í Svíþjóð, Hildur Helgadóttir, yfirlæknir í krabbameinslækningum á Karolinska sjúkrahúsinu, var fengin til að vera í beinni útsendingu Sænska sjónvarpsins SVT frá afhendingu Nóbelsverðlaunanna í Stokkhólmi í fyrrakvöld. Meira »

Margir kærðir fyrir hraðakstur

11:56 Á annan tug ökumanna hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Tveir þessara ökumanna voru að auki grunaðir um ölvunarakstur. Meira »

Mældu fjölda eldinga í gær

11:48 Alls mældust 34 eldingar yfir Íslandi í gær frá því klukkan 14:00 og fram á nótt. Loft yfir suðurhluta landsins var mjög óstöðugt í gær en tíðni eldinga var með meira móti. Meira »

Innleiða samræmt atvikaskráningakerfi

11:35 Innleiðing á nýju atvikaskráningakerfi á landsvísu mun gera stjórnendum embættis landlæknis kleift að fylgjast með umfangi, tíðni og úrvinnslu atvika sem eiga sér stað á viðkomandi stofnun. Þetta er meðal þess sem kom fram þegar áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030 var kynnt í dag. Meira »

„Kanarítölur“ á Siglufirði

11:12 „Þarf einhver til Kanarí á svona degi?“ Þannig hefst Facebook-færsla Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings í gærkvöldi. Talsverður hiti mældist víða um land í gær en hæstur varð hann 13,6 stig rétt norðan við Siglufjörð. Meira »

Fólk sækir í dýrari vöru nú um jólin

10:45 Næstu tvær helgar eru einhverjar mestu verslunarhelgar ársins. Það er prýðilegt hljóð í verslunarmönnum fyrir hátíðirnar en ófá íslensk fyrirtæki reiða sig mjög á desember. Meira »

Fresta afgreiðslu samgönguáætlunar

10:20 Afgreiðslu samgönguáætlunar hefur verið frestað til 1. febrúar á næsta ári. Ákvörðun þess efnis var samþykkt á fundi formanna allra flokka á þingi í gær. Meira »

Vestfirðingur fékk 131 milljón

10:02 Það var fjölskyldufaðir vestan af fjörðum sem hneppti annan vinning í EuroJackpot síðasta föstudag, rúmlega 131 milljón króna. Maðurinn hafði verið að kaupa jólagjafir í Kringlunni þegar hann keypti miðann í Happahúsinu. Meira »

Ferðaþjónustan á Hveravöllum sett í sölu

08:28 Hveravallafélagið ehf. hefur sett starfsemi sína á Hveravöllum á söluskrá. Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line er stærsti eigandi Hveravallafélagsins, en aðrir hluthafar eru Húnavatnshreppur og Björn Þór Kristjánsson. Meira »

Hafarnastofninn hefur styrkst mikið

07:57 Óvenjumörg ný verpandi hafarnapör fundust á liðnu sumri, að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar, sviðsstjóra í dýrafræði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Íslenski arnarstofninn telur nú 82 pör og urpu 53 þeirra í vor og komu upp 39 ungum. Meira »

Strekkingsvindur með skúrum

07:53 Sunnan- og suðaustanstrekkingsvindur með skúrum verður víða um land í dag. Bjartviðri verður þó á Norður- og Austurlandi og hiti á bilinu 5 til 10 stig. Heldur dregur úr vindi og úrkomu er líður á daginn og kólnar þá einnig nokkuð í veðri. Meira »

Klæddist þýfinu í seinna innbrotinu

06:14 Tilkynnt var um innbrot í tvær íbúðir í Vesturbænum á ellefta tímanum í gærkvöldi. Farið hafði verið inn í íbúðirnar, rótað þar og stolið munum. Þá bárust lögreglu einnig tilkynningar um innbrot í tvo bíla í miðbænum og virðist sami einstaklingur hafa verið að verki í bæði skipti. Meira »

Reynt að ná samkomulagi um frestun

05:30 Hluti stjórnarandstöðunnar á Alþingi er afar ósáttur við áform stjórnarflokkanna um að afgreiða samgönguáætlun fyrir jól. Hótuðu sumir þeirra málþófi þegar þeir tóku málið tvisvar upp í gær undir liðnum umræða um fundarstjórn forseta. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Múrverk
Múrverk...
Til sölu Musso Sport pallbíll árg.2004
Tilboð óskast í bílinn - gangfær en óskoðaður. Upplýsingar: 5531049 Ólafur Heið...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...