Staða lífeyrissjóða afhjúpuð

mbl.is

Raunávöxtun lífeyrissjóðakerfisins á síðasta ári var mun verri en fyrirliggjandi opinberar tölur gefa til kynna. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fjármálaeftirlitsins var raunávöxtun almennra lífeyrissjóða neikvæð um 21,45%, en ef tekið er tillit til væntanlegra afskrifta er afkoman mun verri.

Þegar gert er ráð fyrir 90% afföllum af skuldabréfum bankanna, 75% afföllum af öðrum fyrirtækjaskuldabréfum og 70% afföllum af erlendum skuldabréfum er neikvæð raunávöxtun lífeyrissjóðanna í fyrra nær 33%. Lífeyrissjóðirnir hafa gengið mislangt í því að afskrifa skuldabréf, en mæti þeir ekki afskriftarþörfinni getur það haft alvarleg áhrif á stöðu viðkomandi sjóða.

Skemmtu sér með bankafólki

Fjármálafyrirtækin, með viðskiptabankana þrjá í broddi fylkingar, lögðu ríka áherslu á góð samskipti við stjórnir og stjórnendur lífeyrissjóðanna meðan á uppsveiflunni stóð. Var forsvarsmönnum sjóðanna því boðið í lúxusferðir, oftast undir þeim formerkjum að verið væri að kynna fjárfestingar og fjárfestingarkosti. Að fundahöldum loknum tók hins vegar við líf lystisemda og rándýrrar skemmtunar.

Var farið á knattspyrnuleiki erlendis, á Formúlu 1-keppnir auk golf- og skíðaferða og í siglingar ýmiss konar. Þá má nefna að flogið var með viðskiptavini eins bankans, fulltrúa lífeyrissjóða þar á meðal, í laxveiði til Rússlands. Flogið var í einkaþotu og þegar á leiðarenda var komið var þyrla notuð til að fljúga með menn milli veiðistaða.

Ítarlega er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is/Eyþór
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »