Valinn prestur í Seljaprestakalli

Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson.
Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson.

Valnefnd í Seljaprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, ákvað á fundi sínum í vikunni að leggja til að sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson verði skipaður prestur í Seljaprestakalli. Tveir umsækjendur voru um embættið.

Embættið veitist frá 1. apríl næstkomandi. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipuðu níu manns úr prestakallinu ásamt prófasti Reykjavíkurprófastsdæmis eystra.

Ólafur Jóhann Borgþórsson lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 2006. Hann var vígður til þjónustu í Seljaprestakalli með áherslu á æskulýðsmál árið 2007 og hefur þjónað þar síðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka