Gáfu sig fram við lögreglu

Stúlkurnar sem réðust á fimmtán ára gamla stúlku í Heiðmörk í gær gáfu sig fram við lögreglu nú eftir hádegið að sögn Hrannar Óskarsdóttur, systur fórnarlambsins.

Fjölskylda stúlkunnar hefur lagt fram formlega kæru vegna árásarinnar. Þetta fékkst staðfest hjá lögreglunni en þær verða yfirheyrðar vegna árásarinnar í framhaldinu.

mbl.is