Finnar drekka mest en Íslendingar minnst

Það er ávallt skynsamlegt að neyta áfengis í hóflegu magni.
Það er ávallt skynsamlegt að neyta áfengis í hóflegu magni.

Finnar drekka mest áfengi af Norðurlandaþjóðunum, samkvæmt rannsókn, sem finnska lýðheilsustofnunin hefur birt. Íslendingar drekka hins vegar minnst ásamt Norðmönnum.

Til þessa hafa Danir notið þess vafasama heiðurs að vera mestu drykkjumenn á Norðurlöndum. En nú sýna mælingar, að hver Finni drekkur nú að jafnaði 10,4 alkóhóllítra á ári en Danir, sem koma næstir drekka um 10 alkóhóllítra að jafnaði. Svíar drekka 8 lítra og Norðmenn og Íslendingar rúma sex lítra að jafnaði.

Fram kemur í skýrslu lýðheilsustofnunarinnar finnsku, að lítið sé um að Finnar drekki áfengi á daginn. Hins vegar sé gríðarleg áfengisneysla um helgar og á kvöldin. Áfengisneyslan hefur einkum aukist meðal  ellilífeyrisþega.  Þá hefur dánartíðni af völdum sjúkdóma, tengdum áfengisneyslu, hækkað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert