Gunnar segir lög ekki brotin

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs.
Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs. mbl.is/Golli

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Í Kópavogi, hafnar því að lög um opinber innkaup hafi verið brotin í viðskiptum bæjarins við Frjálsa miðlun. „Þessi skýrsla segir það líka að ég er ekki tengdur viðskiptum þessa fyrirtækis við bæinn,“ segir hann við mbl.is um greinargerð Deloitte.

Gunnar segir að í skýrslunni komi fram ábendingar um að margt megi fara betur í bókhaldi bæjarins „og auðvitað munum við taka tillit til þess. Við þurfum líka að fá skýringar um afmælisritið frá afmælisnefndinni. Hún ber ábyrgð á því.“

Gunnar segist vera leiður yfir því að bókhaldsfærslurnar séu ekki nógu góðar hjá bænum, eins og gerðar séu athugasemdir við í skýrslu Deloitte.

„Við munum bæta úr því en ég tók ekki við sem bæjarstjóri fyrr en um mitt ár 2005 og í minni tíð hafa verið samþykktar nýjar innkaupareglur, við höfum sett upp tvöfalt uppáskriftakerfi og nú erum við nýbúnir að samþykkja siðareglur fyrir bæjarfulltrúa og starfsmenn bæjarins. Ég vil hafa þetta í lagi en ef um tengda aðila er að ræða eins og í þessu tilviki þar sem um dóttur mína er að ræða, er mjög auðvelt að gera það tortryggilegt. Samfylkingin hefur reynt að gera þetta tortryggilegt til að reyna að hafa af mér æruna og reyna að koma mér út úr pólitík," segir Gunnar. ,,Mér finnst þessi aðferð hafa verið mjög varasöm og mjög sérstök," segir hann. 

Það voru gerðar verðkannanir

Gunnar segir það rétt að í greinargerðinni komi fram athugasemdir við afgreiðslu á reikningum og að fært hafi verið á ranga bókhaldslykla. „Slíkt getur alltaf komið fyrir hjá bæði Kópavogsbæ sem öðrum. Það er einnig gagnrýnt að ekki hafi verið gerðir skriflegir verksamningar og virðisaukaskattur ekki rétt færður. Það sem vekur athygli er að þeir fullyrða að það hafi ekki verið gerðar verðkannanir. Það gengur þvert á það sem sviðsstjórarnir segja, að það hafa verið gerðar verðkannanir og útboð.

Síðan er fjallað um afmælisritið sem var aldrei lokið við en það var tilbúið frá Frjálsri miðlun, umbrotið, með 50 eða 100 myndum en það vantaði bara textann. Ég var ekki í þessari afmælisnefnd, sem bar á byrgð á þessu. Ég hef skrifað formanni hennar, Hansínu Björgvinsdóttur, sem var bæjarstjóri hér, bréf þar sem ég óska skýringa á þessu. Öll þessi vinna var unnin á ábyrgð þessarar nefndar," segir Gunnar.

Í skýrslu Deloitte segir að almennt virðist ekki hafa verið gerðar verðkannanir eða leitað tilboða í verkefni sem Frjáls miðlun hefur unnið fyrir bæinn. Viðskiptin séu því hugsanlega brot á lögum um opinber innkaup. Gunnar bendir á að þarna segi að hugsanlega sé um brot að ræða vegna þess að fjárhæðir fari yfir hámark, sem miðað er við hjá Ríkiskaupum.

„Við erum hér með innkaupareglur frá 1999-2000 þar sem stendur svart á hvítu að meginreglan er sú að verk sem eru stærri en 5 milljónir skuli boðin út. Það sé heimilt að fara bæði í opin og lokuð útboð og eins að heimilt sé að semja við verktaka án undangenginna útboða við sérstakar aðstæður. Þarna var um að ræða rosalega litlar upphæðir, yfirleitt frá hundrað til tvöhundruð þúsund og upp í eina milljón eða svo," segir Gunnar.

Ekki áfellisdómur  

Spurður hvort hann líti á greinargerð Deloitte sem áfellisdóm segir Gunnar svo ekki vera. Þarna séu hins vegar ábendingar um að margt megi fara betur í bókhaldinu og að sjálfsögðu verði tekið tillit til þess.

,,Það vakti athygli mína að í úttektinni er mælst til þess að bæjarstjórn eigi að samþykkja alla reikninga yfir tiltekinni upphæð. Það þekkist hvergi í opinberri stjórnsýslu í dag að viðkomandi stjórnir skrifi upp á reikninga. Það er alveg ljóst að það eru örugglega gerð mistök þegar menn eru að færa reikninga á liði en það eru hvorki meira né minna en 60 þúsund reikningar sem berast Kópavogsbæ á hverju ári."

Gunnar segir að krafa Samfylkingarinnar um að hann segi af sér vegna þessa komi ekki á óvart. Samfylkingin hafi viljað hann úr bæjarstjórastólnum frá upphafi. ,,Þessi skýrsla segir líka að að ég er ekki tengdur viðskiptum þessa fyrirtækis við bæinn. Það er ekkert sem segir í þessu, sem var gagnrýni þeirra, að Frjáls miðlun hafi unnið fyrir bæjarfélagið án þess að verk fyrir greiðslunum lægju fyrir. Það eina sem afmælisnefndin þarf að skýra er það mál," segir hann.

Gunnar segist ekki geta ímyndað sér að þetta mál muni hafa áhrif á meirihlutasamstarfið við Framsóknarflokkinn. „Það hefur verið gott og farsælt í 19 ár. Ég get ekki séð að það verði nein ástæða til breytinga á því," segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Föst í sjö mánuði í Kvennaathvarfinu

Í gær, 22:57 Maaria Pïvinen frá Finnlandi hefur neyðst til að dvelja í Kvennahvarfinu í tæpa sjö mánuði vegna þess að forræðisdeila hennar við íslenskan barnsföður hefur dregist á langinn. Meira »

„Risavaxnir“ almannahagsmunir

Í gær, 22:44 „Ég er hjartanlega sammála hæstvirtum þingmanni um að um þetta eigi að ríkja eins mikið gagnsæi og mögulegt er því að hér er um risavaxna almannahagsmuni að ræða,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í svari við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag um söluna á hlut ríkisins í Arion banka. Meira »

Herbergjum á lungnadeild lokað

Í gær, 22:05 Í eftirlitsheimsókn starfsmanna Vinnueftirlitsins á lungnadeild A6 í Landspítalanum að Fossvogi þann 29. janúar fundust meðal annars rakaskemmdir og megn fúkkalykt í vaktherbergi merktu 618 og lyfjaherbergi nr. 626. Fyrir vikið var öll vinna bönnuð í herbergjunum þar til búið er að gera þar úrbætur. Meira »

Vilja þvinga „of unga“ íbúa úr blokkinni

Í gær, 22:01 Margir íbúar Grindavíkur eru gáttaðir á framgöngu forsvarsmanna húsfélags 50+ blokkarinnar Suðurhóp 1 í Grindavík sem boðuðu í lok síðustu viku til húsfélagsfundar til þess að vísa hjónum og syni þeirra úr íbúð sinni. Meira »

Jarðgöngin aftur rannsökuð í ár

Í gær, 21:32 Ekkert var unnið að rannsóknum á gerð jarðganga milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar á síðasta ári. Óvíst er hvort þau verði í nýrri samgönguáætlun. Meira »

Tveggja sólarhringa seinkun frá París

Í gær, 20:55 Tveggja sólarhringa seinkun er orðin á flugi Icelandair frá París til Keflavíkur. Vél sem átti að fljúga frá París til Keflavíkur um hádegisbil í gær er á áætlun um hádegi á morgun en verulegar tafir hafa orðið á viðgerð vélarinnar. Þetta staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Meira »

Torfærutæki beisluð á fjöllum

Í gær, 19:41 „Þetta byrjaði nú allt saman þegar ég ákvað að gera smá grín að félaga mínum sem þá var búinn að grafa sig fastan í einhverjum pirringi og komst hvergi. Þá tók ég upp spjaldtölvu og tók við hann smá viðtal og í framhaldi af því bjó ég til þessa síðu – menn verða jú að hafa gaman af lífinu.“ Meira »

Allt um aksturskostnað á nýjum vef

Í gær, 20:24 Upplýsingar um aksturskostnað alþingismanna verða birtar á nýrri vefsíðu sem til stendur að búa til. Þetta kom fram á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. Meira »

Um 60 skjálftar yfir 3 í dag

Í gær, 19:34 Alls hafa um sextíu jarðskjálftar yfir 3 á stærð mælst við Grímsey frá miðnætti. Frá klukkan 17 á laugardaginn hafa skjálftarnir verið 71 talsins. Meira »

Íbúar steyptu fyrstu metrana sjálfir

Í gær, 18:55 Borgfirðingar eru orðnir langþreyttir á óviðunandi ástandi í vegamálum en þeir komu í dag saman í Njarðvíkurskriðum og steyptu um þriggja metra langan vegakafla. Annar af skipuleggjendum viðburðarins segir að með gjörningnum vilji heimamenn senda stjórnvöldum skilaboð um að vegurinn sé gjörónýtur. Meira »

Vex aldrei upp úr hlutverkinu

Í gær, 18:42 Hápunktur hvers skólaárs í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er leiksýning sem Leikfélagið Verðandi setur upp í tengslum við árshátíðina. Í ár taka um eitt hundrað nemendur þátt í söngleiknum Pétur Pan, þar af þrjátíu sem leika, syngja og dansa. Meira »

Bankasýslan gefur ráðherra grænt ljós

Í gær, 18:37 Bankasýsla ríkisins sendi í dag tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að selja Kaupskilum ehf. 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka hf. vegna nýtingar á kauprétti félagsins samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009. Meira »

Dill heldur Michelin-stjörnunni

Í gær, 18:22 Kári Þorsteinsson, sem tók við sem yfirkokkur á Dill um síðustu áramót, hefur tekið við staðfestingu á að veitingastaðurinn heldur Michelin-stjörnu sinni. Meira »

Ætla að endurskipuleggja Airwaves

Í gær, 17:39 Nýir eigendur Iceland Airwaves hátíðarinnar segjast ætla að finna hjarta hátíðarinnar, fara aftur í ræturnar og aðgreina hana meira frá öðrum hátíðum með því að horfa á tónlistarmenn morgundagsins en færa sig frá því að fá stærri bönd. mbl.is ræddi við Ísleif Þórhallsson um framtíð hátíðarinnar. Meira »

Fimm í úrslit í Kokki ársins

Í gær, 17:34 Undanúrslit í keppninni Kokkur ársins 2018 fóru fram á Kolabrautinni í Hörpu í dag. Átta keppendur tóku þátt og komast fimm þeirra áfram til keppni í úrslitum sem verða næstkomandi laugardag. Meira »

Framboð Íslands samþykkt

Í gær, 17:52 Framboð Íslands um setu í framkvæmdastjórn UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, fyrir tímabilið 2021 til 2025 var samþykkt á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag. Meira »

Vilja aukið frelsi á leigubílamarkaði

Í gær, 17:38 Afnema þarf hámarksfjölda leigubílaleyfa á Íslandi og fækka kvöðum fyrir veitingu slíkra leyfa. Þetta sagði Hanna Katrín Friðriksson þingmaður í umræðum um frelsi á leigubílamarkaði á Alþingi fyrr í dag. Meira »

Íshestar ehf. greiði 15 milljónir

Í gær, 17:25 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrirtækið Íshesta ehf. til að greiða Hjalta Gunnarssyni tæpar 15 milljónir króna, auk dráttarvaxta, ásamt 850 þúsund krónum í málskostnað. Meira »
Herbegi í ágúst og september
Leita eftir herbegi til leigu á höfuðborgarsvæðinu frá 1. ágúst til 7. október n...
LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB.
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámsk...
NÁNAST ÓNOTAÐUR KÆLISKÁPUR MEÐ FRYSTIHÓLFI
Hæð 85 cm og breidd 48 cm Kr. 15.000,- Sími 848 3216...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...