Fréttaskýring: Vaxandi þrýstingur á að afskrifa íbúðalán

Farið er að bera á auknum vanskilum fólks, sér í lagi með erlend íbúðalán, og bankarnir finna klárlega fyrir minnkandi greiðsluvilja og -getu viðskiptavina sinna. Fólk sem hefur staðið í skilum með allt sitt er að lenda í greiðsluerfiðleikum og margir farnir að kvíða haustinu með vandamál sem aðeins hafa stækkað á síðustu mánuðum. Skilvísir greiðendur gera sér fulla grein fyrir því að frysting lána er aðeins skammgóður vermir. Tíu mánuðir eru liðnir frá bankahruninu og almenningur hrópar eftir einhverjum aðgerðum. Nú síðast kom upp umræða um að greiða eingöngu af lánum miðað við upphaflega greiðsluáætlun.

Hugmyndir um að afskrifa skuldir fólks eru ekki nýjar af nálinni. Fljótlega eftir bankahrunið fór að bera á þeirri umræðu, enda hafa forsendur gjörbreyst frá því að lán voru tekin fyrir hrunið. Fyrir kosningarnar í vor voru tillögur framsóknarmanna áberandi um að afskrifa 20% af höfuðstól íbúðalána og lána fyrirtækja. Hagsmunasamtök heimilanna hafa einnig barist fyrir lánaleiðréttingu, m.a. í þá veru að breyta gengistryggðum íbúðalánum í verðtryggð krónulán.

Fleiri hugmyndir hafa verið uppi á borðum, eins og frá talsmanni neytenda um eignarnám íbúðarveðlána, annarra en hjá Íbúðalánasjóði, og niðurfærsla þeirra eftir mati sérstaks gerðardóms.

Áform Íslandsbanka senn kynnt

Þessi aukna umræða hefur náð eyrum ríkisstjórnarinnar. Ekki náðist í Árna Pál Árnason félagsmálaráðherra í gær en hann lét hafa eftir sér í Fréttablaðinu um helgina að afskrifa þyrfti skuldir sem væru umfram greiðslugetu og veðrými eigna. Taldi hann að svigrúm ætti að vera innan bankakerfisins til að takast á við afskrifuð lán. Þegar lánin hefðu verið færð milli gömlu og nýju bankanna hefði verið gert ráð fyrir afskriftum.

Innan bankakerfisins eru núna ræddar hugmyndir um að afskrifa að hluta íbúðalán tekin í erlendri mynt og breyta eftirstöðvunum í óverðtryggð lán. Þannig kynntu fulltrúar Íslandsbanka slíkar hugmyndir á fundi félagsmálanefndar Alþingis í síðustu viku, sem ganga út á nokkurs konar skuldbreytingu í samningi á milli bankans og viðskiptavina hans. Már Másson, upplýsingafulltrúi bankans, segir að verið sé að skoða ýmsar lausnir og leiðir. Viðræður hafi átt sér stað við ýmsa aðila en hins vegar sé mörgum spurningum ósvarað, m.a. um skattalega meðferð. „Við gerum ráð fyrir að kynna þá leið sem bankinn hyggst fara í þessum efnum á næstu vikum,“ segir Már.

Lilja Mósesdóttir, formaður félagsmálanefndar, segist ekki geta tjáð sig um fyrirhugaðar aðgerðir einstakra banka. Hins vegar sé ljóst að til einhverra almennra aðgerða verði að grípa og stjórnvöld verði að sýna þar frumkvæði. Reynslan hafi leitt í ljós að sértækar aðgerðir til að létta skuldabyrði fólks hafi ekki dugað sem skyldi.

„Upplýsingar hafa komið fram frá lánastofnunum sem benda til að úrræðin sem eru fyrir hendi dugi ekki, því þarf að ákveða hversu víðtæk nýju úrræðin verða,“ segir Lilja og bendir á að allir skuldarar hafi orðið fyrir kjararýrnun, eignarýrnun og aukinni skuldabyrði langt umfram það sem annars staðar hafi gerst meðal nágrannaþjóða okkar.

Innlent »

Bíða enn svara frá Spáni

Í gær, 20:26 „Málið er enn í sömu stöðu og hefur verið,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Íslenska lög­regl­an hef­ur enn ekki fengið lokasvar frá lög­reglu­yf­ir­völd­um á Spáni um rétt­ar­beiðni ís­lenskra stjórn­valda. Meira »

Ganga í Fífunni í kjölfar stangarstökks í Öræfum

Í gær, 19:38 Aldurinn þvælist ekki fyrir fólki, sem mætir í Fífuna, íþróttahöll Breiðabliks í Kópavogi, og gengur sér til heilsubótar á morgnana, sumir alla virka daga. Meira »

Vissu ekki að um sakamál væri að ræða

Í gær, 19:34 Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ segjast ekki hafa haft upplýsingar um að mál dagmóður sem var dæmd fyrir líkamsárás gegn tæplega tveggja ára barni væri rannsakað sem sakamál fyrr en nokkrum mánuðum eftir að það kom upp. Meira »

Kynleg glíma kynjanna

Í gær, 19:18 Glímukeppni með yfirskriftinni Stríð kynjanna þar sem konur eins og Mánaskin, Legna prinsessa og Lilly stjarna berjast við karla, sem eru stærri en þær á alla kanta, nýtur mikilla vinsælda í Mexíkó. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Í gær, 19:18 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru um 3,2 milljarðar króna.  Meira »

24,8 milljarða arðgreiðslur

Í gær, 19:00 Landsbankinn greiðir samtals út arð að fjárhæð 24,8 milljarða króna á árinu 2018. Þetta var samþykkt á aðalfundi bankans í dag. Meira »

Biskup framlengir leyfi sóknarprests

Í gær, 18:30 Biskup Íslands hefur ákveðið að framlengja leyfi Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests Grensásprestakalls, ótímabundið á meðan mál hans er til ákvörðunar hjá embættinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

Ásgeir ráðinn upplýsingafulltrúi

Í gær, 18:44 Ásgeir Erlendsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hann hefur störf þar í maí en verður áfram einn umsjónarmanna Íslands í dag fram að því. Þetta staðfestir Ásgeir í samtali við mbl.is. Meira »

Persnesk vorhátíð í Ráðhúsinu

Í gær, 18:07 Nú fer fram Nowruz-vorhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur en hún er mikilvæg hjá þjóðarbrotum sem hafa persneskar rætur. 150 manns frá hinum ýmsu löndum taka þátt en margir þeirra eru flóttamenn og hælisleitendur. Eshan Ísaksson segir mestu máli skipta að safna fólkinu saman. Meira »

Ekki sekir um hafa velt bíl á hliðina

Í gær, 17:55 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað tvo menn sem voru ákærðir fyrir hafa mánudagskvöldið 27. júní 2016 „af gáska og á ófyrirleitinn hátt“ stofnað lífi og heilsu manns og konu í hættu með því að hafa velt bifreið á vinstri hlið er hún stóð kyrrstæð. Meira »

Mosfellsbær þarf að greiða yfir 20 milljónir

Í gær, 17:44 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Mosfellsbæ til þess að greiða Spennt ehf 20.099.106 krónur með dráttarvöxtum. Þá þarf Mosfellsbær að greiða 2.500.000 krónur í málskostnað. Meira »

ASÍ tekur ekki sæti í Þjóðhagsráði

Í gær, 16:53 Miðstjórn ASÍ ákvað á fundi sínum í dag að Alþýðusambandið myndi ekki taka sæti í Þjóðhagsráði, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að útvíkka erindi ráðsins og ræða félagslegan stöðugleika ásamt efnahagslegum stöðugleika. Meira »

„Grímulaus áróður gegn samningnum“

Í gær, 16:52 „Það eru vonbrigði að hann hafi verið felldur. Það kom kannski ekki á óvart miðað við að það var grímulaus áróður í gangi gegn samningnum af pólitískum aðilum sem lögðu mikið á sig við að fella hann án þess að greina frá því hvað gæti tekið við,” segir formaður Félags grunnskólakennara. Meira »

Fer fram á 16 ára fangelsi

Í gær, 16:37 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer fram á 16 ára fangelsisdóm yfir Khaled Cairo fyrir að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel í september í fyrra. Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Cairo, fór fram á að skjólstæðingi hans yrði ekki gerð refsing vegna þess að hann sé ósakhæfur. Meira »

Þurfa ekki að afhenda gögn frá Glitni

Í gær, 16:13 Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavik Media um að fjölmiðlunum sé ekki skylt að afhenda gögn sem þeir hafa undir höndum um viðskiptavini Glitnis. Þar á meðal gögn um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og fjölskyldu hans. Meira »

Komist aftur út á vinnumarkaðinn

Í gær, 16:40 „Við getum ekki horft upp á ungt fólk, þúsundum saman, stimplast út af vinnumarkaði, kannski fyrir lífstíð, ef við getum gert eitthvað í því. Það er rándýrt fyrir þjóðfélagið en það er auðvitað enn dýrkeyptara fyrir það fólk sjálft sem lendir í þessu.“ Meira »

Að bryggju 11 mínútum eftir neyðarkall

Í gær, 16:27 Norski dráttarbáturinn sem verið er að dæla upp úr í Faxagarði heitir FFS Amaranth og hefur það verkefni að draga togara frá Grænlandi. Meira »

Vilja hjólaleið milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar

Í gær, 15:58 Fjórtán þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi þess efnis að Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, verði falið að skipa starfshóp um gerð fýsilegrar hjólaleiðar milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Meira »
Síðumúli - Gott skrifstofuherbergi
Gott skrifstofuherbergi til leigu í Síðumúla. Stærð um 20 m2. Sameiginlegur elhú...
Stimplar
...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
 
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...