Ekki vitað um alvarleg flensutilfelli hér

Svínaflensan hefur breiðst út á Íslandi að undanförnu.
Svínaflensan hefur breiðst út á Íslandi að undanförnu.

Ekki er vitað um alvarleg veikindi af völdum svonefndrar svínaflensu hér á landi.

Þann 6. september höfðu alls 176 manns greinst með inflúensu A(H1N1) sýkingu á Íslandi, sem staðfest voru á veirufræðideild Landspítala. Þar af voru 96 karlar og 80 konur.

Öll staðfest tilfelli síðastliðnar tvær vikur voru af innlendum toga. Flest tilfellin eru á aldrinum 15–29 ára. Greinst hafa tilfelli með búsetu á öllum sóttvarnaumdæmum nema í Vestmannaeyjum.

mbl.is