Mörg umferðaróhöpp í hálku

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa níu umferðaróhöpp orðið frá kl. 19 í kvöld. Flest þeirra má rekja til hálku, en það hefur snjóað á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Bílvelta varð á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík um kl. 19:30. Sjúkrabílar voru sendir á vettvang en voru fljótt afboðaðir.

Ökumaður missti stjórn á bifreið í hálku á Hvalfjarðarvegi við Tíðaskarð um kl. 21 í kvöld. Bifreiðin hafnaði utan vegar og fór í gegnum girðingu. Að sögn lögreglu stöðvaðist bifreiðin um 150 metra frá veginum. Ökumanninn sakaði ekki. Bifreiðin er í óökuhæfu ástandi og var dregin með kranabifreið.

Þá urðu einnig minniháttar árekstrar í Vatnsendahverfi, Lambaseli í Reykjavík, Kóravegi í Kópavogi og í Hafnarfirði. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert