Að keyra miskunnarlaust áfram felur í sér dauða

Tryggvi Þór Herbertsson
Tryggvi Þór Herbertsson

„Að keyra ríkishlutann miskunnarlaust áfram felur í sér dauða,“ sagði Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í umræðunum í gær. Áður hafði hann tæpt á að fjármálaráðherra ætlaði sér að halda sig við áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hvað varðaði ríkisfjármálahlutann þrátt fyrir að endurskoðun sjóðsins hefði tafist í um níu mánuði og mundi líklega tefjast í um ár.

Töfin hefði falið í sér tilheyrandi gjaldeyrishöft, háa vexti og vanburðugt bankakerfi.

Tryggvi benti á að vöruskiptajöfnuður hefði verið stórkostlega jákvæður frá hruninu, hagvöxtur hefði ekki dregist jafn mikið saman og áætlað var og atvinnuleysi væri minna. Því þyrfti að endurskoða áætlun AGS og fjárlagafrumvarpið í samhengi við þær staðreyndir. Hann boðaði tillögur Sjálfstæðisflokks í efnahagsmálum þar sem tekið yrði á þessum atriðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert