Framleiðslufyrirtæki sjá fram á frekari uppsagnir

Frekari uppsagnir starfsfólks í framleiðslufyrirtækjum eru því sem næst óumflýjanlegar verði framleiðsluvörur hækkaðar úr 7% skattþrepi í 14%.

Á fjórða tug starfsmanna Ölgerðarinnar hefur verið sagt upp í varnaraðgerðum fyrirtækisins. Hjá öðrum er beðið með ákvarðanir þar til Alþingi hefur afgreitt þau skattafrumvörp sem liggja fyrir.

Nýverið sendu nokkur íslensk framleiðslufyrirtæki bréf til allra þingmanna. Í því segir m.a. að fari sem horfir sé óhjákvæmilegt að þau verði að fækka starfsfólki og draga eins og kostur er úr launakostnaði vegna þeirra sem eftir verða. Af þeim reið Ölgerðin á vaðið.

Aðalkeppinautur Ölgerðarinnar á markaði, Vífilfell, hefur ekki sagt upp starfsfólki frá „hruni“. Forstjóri Vífilfells segir sama vanda blasa við því og Ölgerðinni. Hann er svartsýnn á þróunina og hræddur um að eftirspurn á innanlandsmarkaði minnki, til lengri tíma litið.

Helgi Vilhjálmsson í Góu segir að ef skattahækkanir ríkisstjórnarinnar gangi eftir verði lítið eftir í buddu landsmanna til að kaupa inn. Það muni óhjákvæmilega koma niður á sölu hjá Góu eins og öðrum. Óumflýjanlegt verði því að skoða starfsmannamál í því ljósi.

Tilkynnt var um uppsagnir hjá tveimur verktakafyrirtækjum fyrir mánaðamótin. Sextíu manns var sagt upp hjá KNH, stærsta verktakafyrirtæki á Vestfjörðum, og ellefu hjá Eykt.

Sjá nánari umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »