„Við sáum þarna þúst“

Guðmundur Arnar Ástvaldsson og Þór Kjartansson ganga frá eftir leitina ...
Guðmundur Arnar Ástvaldsson og Þór Kjartansson ganga frá eftir leitina í húsi Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. mbl.is/Rax

„Maður er þakklátur, að finna fólkið, svo það þyrfti ekki að hafast þarna við um nóttina,“ segir Guðmundur Arnar Ástvaldsson, félagi í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Hann og þrír félagar hans úr beltaflokki sveitarinnar fundu konu og ellefu ára son hennar á Langjökli í nótt.

Guðmundur Arnar og félagar hans voru á fjórum vélsleðum við leit á Langjökli. Hann segir þá hafa ákveðið að taka hring um svæðið sem síðast var vitað um fólkið á. 

Veðrið var snælduvitlaust, eins og hann tekur til orða, gekk á með éljum og skyggni ekkert á köflum. „Í svona veðri er ekki hægt að tala um hefðbundna breiðleit, heldur þarf maður fyrst og fremst að gæta sín á því hvert maður er að keyra. Eina leiðin til að finna fólk í svona veðri er að keyra beint á það,“ segir Guðmundur Arnar.

„Við reyndum að halda beinni línu og ákveðinni stefnu, eins og hægt var,“ heldur hann áfram að lýsa leitinni. Tveir til þrír metrar voru á milli sleðanna, minna þegar dimmast var en þegar skárra var reyndu þeir að dreifa meira úr sér. Athyglin beindist að því að missa ekki sjónar af næsta sleða og fylgjast með leiðsögutækinu.

Sáum strax hreyfingu

„Við vorum heppnir. Tveir sleðarnir í miðjunni ramba beint á týnda sleðann og hinir fóru rétt framhjá,“ segir Guðmundur Arnar en svo vildi til að hann ók öðrum sleðanum sem stefndi á fólkið.

„Við sáum þarna þúst, en trúðum þessu varla, og þurfum að hemla til að lenda ekki á henni. Við stukkum af sleðunum og sáum strax hreyfingu,“ Guðmundur Arnar. 

Björgunarsveitarmennirnir fóru strax að hlú að konunni og drengnum og koma á fjarskiptasambandi við snjóbíl frá björgunarsveitinni Ársæli sem þeir vissu að var við leit á svipuðum slóðum. Fólkið var sett inn í snjóbílnum og ekið niður í skálann.

„Hún var auðvitað í uppnámi en afskaplega þakklát að við skyldum finna hana,“ segir Guðmundur um viðbrögð konunnar sem er frá Skotlandi.

Var ekki vongóður

Það er mikilvæg stund hjá björgunarsveitarmönnum þegar þeim auðnast að finna fólk á lífi við erfiðar aðstæður. 

„Ég hugsaði mikið um það þegar við vorum að fara þarna upp á jökul hvort fólkið myndi hafa það af yfir nóttina. Maður var ekkert sérstaklega vongóður um að finna það fljótt. Það var mjög tvísýnt orðið með veður og verið að ræða um að fresta leit til morgun, þegar spáð var skárra veðri en veðrið hélt áfram að versna. Það reyndist síðan erfitt að komast með sleðana niður í Skálpanesskála.

Maður gerði það sem maður gat og er bara þakklátur fyrir það að fólkið þyrfti ekki að hafast við þarna um nóttina,“ segir Guðmundur Arnar.

Fólkið fannst rétt inni á Langjökli, við Skálpanesskála.
Fólkið fannst rétt inni á Langjökli, við Skálpanesskála.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Spenntu upp hurð og brutust inn

15:58 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um innbrot í einbýlishús í Grafarvogi í gærkvöldi. Höfðu þjófarnir spennt upp hurð á húsinu, farið þar inn og stolið munum. Tilkynnt hefur verið um tvö önnur innbrot frá því í gærkvöldi. Meira »

Strandaglópur í Köben eftir handtöku

15:31 Jón Valur Smárason framkvæmdastjóri var handtekinn á Kastrup-flugvelli fyrr í mánuðinum vegna tilhæfulausrar ásökunar starfsmanns á vellinum. Varð það til þess að hann missti af flugi sínu með Wow Air til Íslands og varð að dvelja aukanótt í Kaupmannahöfn. Meira »

Skjól frá þrælkun og barnahjónaböndum

14:35 Hún hefur helgað sig hjálparstarfi undanfarinn áratug og segir verkefnið stundum yfirþyrmandi, en þá verði hún að rífa sig upp og einbeita sér að því sem hún þó getur gert. Meira »

„Við hræðumst ekki Rússa“

13:40 „Staðan í heimsmálunum eins og hún er í dag er frekar óstöðug. Ekki einungis vegna Eystrasaltsríkjanna og Rússlands heldur einnig meðal annars vegna Sýrlands, Tyrklands, Norður-Kóreu og Kína.“ Meira »

Verkefnastjórn um málefni LÍN skipuð

13:16 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað verkefnastjórn um endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN). Formaður stjórnarinnar er Gunnar Ólafur Haraldsson, hagfræðingur og fyrrum forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Meira »

Óbrotnir eftir fallið

12:37 Tveir menn sem lentu í vanda við Stóru-Ávík í Árneshreppi á níunda tímanum í morgun fóru fram á kletta í svonefndu Túnnesi rétt við bæinn. Annar mannanna fór of framarlega og féll fram af klettunum en stoppaði á klettasyllu um metra frá sjónum. Félagi mannsins reyndi að koma honum til staðar en féll einnig fram af syllunni. Meira »

Björt Ólafsdóttir má keyra trukka

11:51 Björt Ólafsdóttir formaður Bjartrar framtíðar og Jóhann K Jóhannsson fóru yfir það sem stóð upp úr í fréttum vikunnar í Magasíninu á K100. Margt bar á góma í spjallinu, meðal annars hundakaffihús, sjúkrabíla, Facebook gagnasöfnun o.fl. Meira »

Frumvarpið í raun dautt

11:56 Útlit er fyrir að kosningaaldur í komandi kosningum verði óbreyttur, 18 ár. Frumvarp um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár var tekið til þriðju umræðu á Alþingi í gær. Meirihluti virðist fyrir málinu meðal þingmanna en ekki tókst að greiða atkvæði um málið í gær. Meira »

Það var hvergi betra að vera

11:30 „Það sem var best við stúkuna var að kvöldsólin skein beint í andlitið á manni,“ segir skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm í samtali við mbl.is en í vikunni var hafist handa við að rífa áhorfendastúku og steypt áhorf­enda­stæði við Val­bjarn­ar­völl­inn í Laug­ar­dal. Meira »

Þjófurinn skilaði úrinu og baðst afsökunar

11:24 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst nýverið erfðagripur sem ónefndur maður kom með á lögreglustöðina í Kópavogi. Um vasaúr úr gulli var að ræða og sagði maðurinn að þetta væri gamalt þýfi. Í bréfinu sem fylgdi úrinu var beðist fyrirgefningar á hversu seint því væri skilað, en betra væri seint en aldrei. Meira »

Tveir menn féllu í sjóinn

10:13 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar auk björgunarskips frá Skagaströnd voru kallaðar út um hálfníuleytið í morgun vegna tveggja manna er féllu í sjóinn við Stóru-Ávík. Meira »

Þurfi að endurskoða sínar ávísanavenjur

10:03 Draga verður úr ávísunum tauga- og geðlyfja til að sporna við andlátum vegna ofskömmtunar lyfja á Íslandi. Margir læknar sem ávísa lyfjum eins og fentanyl, morfíni, metylfenidati, tramadóli, Parkódín forte og oxýkódoni þurfa að endurskoða sínar ávísanavenjur. Meira »

Steypir heilbrigðiskerfinu ef ekkert er gert

09:55 „Það slær mann hversu lítinn stuðning kerfið býður fólki, það er óhóflega löng bið í öll úrræði og margir aðstandendur eru búnir á sál og líkama,“ segir Steinunn Þórðardóttir, lyf- og öldrunarlæknir Meira »

Suðurpólför á sólarknúnum plastbíl

08:20 Hollenski ofurhuginn Edwin ter Velde ætlar er búinn að smíða sólarknúinn bíl úr endurunnu plasti sem hann hyggst keyra 2300 km leið á Suðurpólnum. Verkefnið er unnið í samvinnu við Arctic Trucks sem mun fylgja með eigin bíl og mann. Bíllinn hefur að undanförnu verið í prófunum hér á landi. Meira »

Leiguverð í Seljahlíð mun hækka mjög mikið

07:57 Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, hlutafélags um eignarhald og rekstur félagslegs leiguhúsnæðis á vegum Reykjavíkurborgar, segir að ekki liggi fyrir hvenær leiguverð þjónustuíbúða í Seljahlíð þar sem eru þjónustuíbúðir fyrir aldraða muni hækka. Meira »

Ungt par tekið með kókaín í Leifsstöð

09:24 Lögreglan á Suðurnesjum hefur að undanförnu haft til rannsóknar mál sem upp kom þegar ungt íslenskt par kom til landsins með tvær ferðatöskur sem í voru falin á fjórða kíló af kókaíni. Parið var að koma frá Tenerife 10. mars síðastliðinn þegar lögregla handtók það í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

Margt borðar í opinberum mötuneytum

08:18 Ætla má að hátt í 150 þúsund manns eigi reglulega kost á að borða í mötuneytum á vegum hins opinbera. Ef miðað er við að tveir þriðju þeirra noti fríðindin borða um 100 þúsund manns í opinberum mötuneytum. Meira »

Nokkur dægursveifla í hita

07:47 Veðurstofa Íslands segir að það verði vestlægar áttir á landinu í dag með éljum á stöku stað um landið vestanvert, einkum fyrripart dags. Þurrt og bjart veður fyrir austan. Sólin er að hækka á lofti og því orðin nokkur dægursveifla í hita. Meira »
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon EOS C100 Mark II. Framl: Japan. Upphaf-le...
Leiguíbúð/herbergi óskast Jarðhitaskóli
Leiguíbúð/herbergi óskast Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna leitar 3-4 he...
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...