Hálka og skafrenningur við Hafnarfjall

Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði.
Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði. mbl.is/Rax

Búið er opna veginn um Hafnarfjall og er hálka og skafrenningur þar. Einnig er búið að opna Siglufjarðarveg um Reynisfjall, Strandir og um Þröskulda. Hálka er á Reykjanesbraut og sömuleiðis á Mosfellsheiði. Hálkublettir og skafrenningur er á Hellisheiði, í Þrengslum og um Ingólfsfjall.

Á Vesturlandi eru hálkublettir og skafrenningur á Holtavörðuheiði. Hálkublettir og éljagangur er á Bröttubrekku og hálkublettir og skafrenningur er á Snæfellsnesi, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.

Á Vestfjörðum er hálka, hálkublettir, éljagangur eða skafrenningur á flestum leiðum. Snjóþekja og skafrenningur er um Þröskulda. Hálkublettir og skafrenningur er um Steingrímsfjarðarheiði. Hálkublettir og skafrenningur er um Klettsháls.

Á Norðurlandi vestra er hálka á Siglufjarðarvegi. Hálka er á Þverárfjalli. Á Öxnadalsheiði er snjóþekja og skafrenningur. Norðaustanlands er hálka í Eyjafirðinum og á Víkurskarði. Hálka er svo við Mývatn en hálka og snjóþekja á öðrum leiðum.

Á Austurlandi eru hálkublettir og éljagangur á Möðrudalsöræfum og snjóþekja og éljagangur á Vopnafjarðarheiði. Snjóþekja er á Fjarðarheiði og á Vatnsskarði eystra. Hálka og éljagangur er á Fagradal og snjóþekja og snjókoma í Oddskarði. Suðaustanlands er snjóþekja, hálkublettir og skafrenningur ásamt einhverjum éljagangi.

mbl.is