Mottumönnum fjölgar á Íslandi

Yfirvaraskeggið fær aukinn sess meðal íslenskra karlmanna í mars meðan árvekniátak um karlmenn og krabbamein stendur yfir.
 
Átakið hófst í dag með því að úrvalslið helstu sérsambanda landsins í boltaíþróttum skoruðu á hvert annað í mottukeppni en þetta er í þriðja sinn sem Krabbameinsfélag Íslands stendur fyrir sérstöku átaki um karlmenn og krabbamein.

Á heimasíðu átaksins, www.karlmennogkrabbamein.is, gefst öllum sem sprettur grön færi á að taka þátt í keppninni en þar fer líka fram áheitasöfnun vegna skeggvaxtarins. Þann 6. mars næstkomandi verður svo söludagur barmmerkja í formi yfirvaraskeggs til styrktar átakinu.

Og hvers kyns yfirvaraskegg eru gjaldgeng. 
 


mbl.is